Regnbogasúkkulaði barnanna

Krökkunum finnst ekki leiðinlegt að fá að hjálpa til við …
Krökkunum finnst ekki leiðinlegt að fá að hjálpa til við þessa litríku matargerð. mbl.is/AwwSam

Þessi uppskrift er afskaplega auðveld og bráðsniðug í barnaafmælin. Krökkunum finnst nú heldur ekki leiðinlegt að fá að hjálpa til við þessa litríku matargerð, en það er fyrirtak að fá þau til að fiska sykurpúðana úr morgunkorninu. Þessa stórskemmtilegu uppskrift fundum við á vefsíðu AwwSam, en hún er einmitt þekkt fyrir að vera yfirburða litrík og sniðug. Vefsíðu hennar má skoða hér.

Regnbogasúkkulaði barnanna

Hér er það sem þarf til:

  • Hvítt súkkulaði
  • Súkkulaðihnappar í bláu, fjólubláu, gulu, appelsínugulu, grænu og bleiku
  • Tannstönglar
  • Bökunarpappír
  • Bökunarplata
  • Sykurpúðar úr Lucky Charms morgunkorni
  • Marglitt kökuskraut
  • Góð sleikja

Aðferð:

  1. Setjið marglitu súkkulaðihnappana í skál, og bræðið hvern lit fyrir sig í örbylgjuofni eða yfir vatnsblaði.

  2. Hellið hvíta súkkulaðinu á bökunarpappír ofan á bökunarplötu og dreifið úr svo úr verði ein stór, jöfn plata.

  3. Notið skeið og leyfið bræddu súkkulaðihnöppunum að leka af skeiðinni yfir hvítu súkkulaðiplötuna, Verið óhrædd að leika ykkur með litina, krökkunum finnst nú hreint ekki leiðinlegt að fá að hjálpa til við þetta.

  4. Takið því næst tannstöngul og dragið hann til og frá svo litaða súkkulaðið renni skemmtilega út í hvíta súkkulaðið. Gætið þess þó að hrærigrauta ekki of mikið í litunum, þeir mega ekki blandast of mikið saman því það verður ekki fallegt.

  5. Takið sykurpúðana úr Lucky Charms morgunkornspakka og dreifið þeim yfir súkkulaðið. Sáldrið því næst marglitu kökuskrauti yfir allt saman.

  6. Hristið bökunarplötuna varlega til og frá, til að jafna súkkulaðið, og stingið svo plötunni inn í ísskáp og leyfið súkkulaðinu að harðna.

  7. Þegar súkkulaðið hefur harðnað nægilega vel má brjóta það niður í mola og bera fram við mikil fagnaðarlæti og krakkahróp.
Takið tannstöngul og dragið hann til og frá svo litaða …
Takið tannstöngul og dragið hann til og frá svo litaða súkkulaðið renni skemmtilega út í hvíta súkkulaðið. mbl.is/AwwSam
Þessi uppskrift er afskaplega auðveld og bráðsniðug í barnaafmælin.
Þessi uppskrift er afskaplega auðveld og bráðsniðug í barnaafmælin. mbl.is/AwwSam
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert