Bragginn Bístró hefur opnað í Nauthólsvík

Ekki amalegt útsýnið yfir Nauthólsvíkina.
Ekki amalegt útsýnið yfir Nauthólsvíkina. mbl.is/Facebook

Það er ekkert lát á opnun nýrra veitingastaða í Reykjavík og nú er það Bragginn Bistró sem hefur opnað. Bragginn er, eins og nafnið gefur til kynna, staðsettur í gömlum bragga við Nauthólsvík og mun sérhæfa sig í einföldum en góðum mat. 

Opnunarpartý verður haldið á morgun klukkan 14.00 en við munum birta betri myndir af staðnum og fjalla nánar um matinn á komandi dögum. 

Facebook-síðu Bragginn Bistró má nálgast HÉR

mbl.is/Facebook
Gömul mynd sem sýnir framkvæmdir.
Gömul mynd sem sýnir framkvæmdir. mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert