Búinn að fullkomna HM hamborgarann

Glæsilegur borgari að hætt Alla Tralla.
Glæsilegur borgari að hætt Alla Tralla. mbl.is/Alfreð Björnsson

Alfreð Björnsson, betur þekktur hjá matgæðingum þessa lands á samfélagsmiðlum sem Alli Tralli, veit hvað hann syngur þegar kemur að almennilegu grilli. Hann hefur verið sérlegur áhugamaður um grill síðan hann var smápolli og kviknaði grilláhuginn í fjölskylduútilegunum á uppvaxtarárunum. Fyrir fjórum árum hnaut hann svo um grillþátt á Youtube og féll þá algjörlega fyrir „low and slow” eldunaraðferðum. Eftir það varð ekki aftur snúið og nú hefur hann vart undan við að aðstoða og veita ráðleggingar á Snapchat og Instagram – og líkar það aldeilis ekki illa.

Líkt og alþjóð er hann fastur við skjáinn um þessar mundir þegar íslenska karlalandsliðið keppir á HM í Rússlandi og veit því hversu mikilvægt er að tvinna saman ljúffengan mat og lágmarks framkvæmdartíma. Við fengum hann til að töfra fram hinn fullkomna HM- hamborgara. „ Það er algjört lykilatriði að matreiðslan taki ekki langan tíma og svo er algjört möst fyrir mér að fá kolagrill-bragðið. Fyrir leikinn ég ætla að grilla dry-aged hamborgara með smjörsteiktum kastaníusveppum, lauk, Cheddar-osti og heimagerðri dressingu,“ segir Alli áður en hann veður í verkið.

Hann segir hina svokölluðu „dry-aged” hamborgara sem fáanlegir eru í Nettó, standa fullkomlega undir þeim væntingum sem HM-borgarinn hætti að gera. „ Ég er mjög hrifinn af þessari nýjung, enda skemmtileg viðbót í hamborgarflóruna hérna heima. Þessir ná mér alveg, eru 100% nautakjöt, hæfilega þykkir en einhvern veginn mikið bragðmeiri en þeir sem ég hef verið að nota hingað til. Þó nafnið sé svolítið vígalegt, grillar maður þá bara á nákvæmlega sama hátt og hefðbundna borgara,” segir Alli.

HM- borgari Alla Tralla:

  1. Borgararnir koma frosnir svo ég tek þá út degi áður.
  2. Sker niður lauk, kartöflur og kastaníusveppi.
  3. Grilla sveppina upp úr smjöri á grillinu.
  4. Kartöflubátarnir settir á grillið og svo kryddaðir með spænskri kryddblöndu frá Prima.

Þegar grillið er svo orðið funheitt og stutt eftir af eldunartíma kartaflnanna skelli ég hamborgurunum beint á grillið og hef í eina mínútu á hvorri hlið áður en ég skelli osti ofan á. Þá færi ég þá yfir á óbeinan hita þar til þeir hafa náð fullkominni grillun – sem er sannarlega misjöfn og fer eftir því hver á í hlut.

Ég er hrifnastur af Brioche-brauðunum og set þau örstutta stund á grillið.

Leynivopnið er svo hin ómissandi heimagerða burger dressing!

Heimagerð burger dressing Alla Tralla:

  • 150 ml Hellmann´s mayo
  • 50 g súrar gúrkur fínsaxaðar
  • 25 g laukur fín saxaður
  • 1 msk Dijon sinnep
  • Salt og pipar eftir smekk
Hinn eini sanni Alfreð Björnsson eða Alli Tralli.
Hinn eini sanni Alfreð Björnsson eða Alli Tralli. mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert