Coq au vin Júlíu Child

Julia Child er bet þekkt fyrir að kynna franska matargerð …
Julia Child er bet þekkt fyrir að kynna franska matargerð fyrir löndum sínum í Bandaríkjunum en vinsælasta matreiðslubók hennar ber einmitt heitið Mastering the Art of French Cooking. mbl.is/Paul Child/WGBH

Flest­ir kann­ast við frú Child, og ef ekki þá mæl­um við ein­dregið með því að horfa á bíó­mynd­ina Ju­lie&Ju­lia, gott ef hún er ekki á Net­flix. Ju­lia Child er þar meist­ara­lega vel leik­in af engri ann­arri en Meryl Streep. All­ir al­vöru áhuga­menn og kon­ur um mat og mat­ar­gerð ættu að vita hver Ju­lia Child er. Fyr­ir þá sem eru í vafa var hún am­er­ísk­ur kokk­ur, rit­höf­und­ur og með ákaf­lega vin­sæla sjón­varpsþætti á sjötta og sjö­unda ára­tugn­um. Hún er best þekkt fyr­ir að kynna franska mat­ar­gerð fyr­ir lönd­um sín­um í Banda­ríkj­un­um og vin­sæl­asta mat­reiðslu­bók henn­ar ber ein­mitt heitið Mast­ar­ing the Art of French Cook­ing. Þar má finna hina víðfrægu upp­skrift af franska rétt­in­um Coq au vin sem við birt­um hér að neðan.

Fyr­ir þá sem vilja dekstra aðeins við kjúk­ling­inn má láta hann liggja í rauðvíns­legi í ís­skáp yfir nótt. Þenn­an rétt má líka gera deg­in­um áður en á að bera hann fram og geyma í ís­skáp yfir nótt og hita svo upp, þá er kjúk­ling­ur­inn bú­inn að sjúga í sig allt dá­sam­lega bragðið af sós­unni og er ennþá betri fyr­ir vikið. Það er líka al­veg fyr­ir­tak að gera þenn­an rétt í steypu­járn­spotti ef hann er til á heim­il­inu. 

Coq au vin Júlíu Child

Vista Prenta

Coq au vin Júlíu Child

  • 200 gr. þykkt skorið bei­kon
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1.5-2 kg. kjúk­ling­ur
  • ¼ bolli koní­ak
  • salt og pip­ar
  • 1 lár­viðarlauf
  • ¼ tsk. þurrkað timj­an
  • 20 perlu­lauk­ar
  • 3 msk. hveiti
  • 2 boll­ar rauðvín
  • 2 boll­ar kjúk­lingakraft­ur
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 1 msk tóm­at­púrra
  • 340 gr. svepp­ir
  • stein­selja til skreyt­ing­ar

Aðferð

  1. Hellið 2 msk. af olíu í stór­an pott og skerið bei­konið í þykka bita og hendið í pott­inn og steikið á meðal­há­um hita þar til það brún­ast vel, eða í um 2-3 mín­út­ur. Færið þá bei­konið yfir á disk en skiljið feit­ina eft­ir í pott­in­um.

  2. Ef þið eruð með heil­an kjúk­ling verður að bita hann niður, læri, bringa, og svo fram­veg­is. En einnig má kaupa leggi og bring­ur til að nota í rétt­inn, en húðin verður að vera á kjúk­lingn­um. Þurrkið kjúk­ling­inn vel og setjið bit­ana í pott­inn og steikið í ol­í­unni af bei­kon­inu. Snúið bit­un­um reglu­lega þar til all­ar hliðar eru vel brúnaðar.

  3. Hellið því næst koní­ak­inu í pott­inn og bíðið þar til það fer að krauma. Kryddið þá með salti og pip­ar, bætið lár­viðarlauf­inu í pott­inn, ásamt laukn­um. Setjið lokið á pott­inn og látið þetta krauma á lág­um hita í um 10 mín­út­ur, en snúið bit­un­um alla­vega einu sinni á þeim tíma.

  4. Takið lokið af pott­in­um og dreifið hveiti yfir allt, snúið kjúk­linga­bit­un­um aft­ur svo að hveitið leys­ist upp í soðinu. Setjið lokið aft­ur á og leyfið þessu að krauma í 2-4 mín­út­ur.

  5. Takið pott­inn af hell­unni og bætið við rauðvín­inu og kjúk­lingakrafti þar til bland­an nær ör­lítið upp fyr­ir kjúk­ling­inn. Hægt er að leysa ten­inga af kjúk­lingakrafti upp í vatni og bæta við tveim­ur boll­um. Bætið þá við bei­kon­inu, 2 geir­um af hvít­lauk sem er skor­inn smátt eða kram­inn með hvít­lauk­spressu, og tóm­at­púrru. Setjið lokið á pott­inn og leyfið þessu að malla á lág­um hita í 25-30 mín­út­ur. Að lok­um má bæta svepp­un­um við, en þeir ættu að vera skorn­ir í fjórðunga, og leyfa þeim að sjóða með í 4-5 mín­út­ur.

  6. Að þeim tíma lokn­um skal at­huga hvort kjúk­ling­ur­inn er til­bú­inn. Ef þið stingið hníf í bita af kjúk­lingi á ekki að sjást í bleikt kjöt og saf­inn sem renn­ur úr bit­an­um á að vera glær að lit. Þegar kjúk­ling­ur­inn er nægi­lega vel eldaður má smakka sós­una til, og krydda meira ef þörf er á. Sós­an ætti að að vera nægi­lega þykk til að sitja utan á kjúk­lingn­um. Ef ykk­ur finnst hún of þunn má hækka hit­ann og sjóða hana ör­lítið niður, en þá er gott að taka kjúk­ling­inn upp úr pott­in­um og geyma á diski á meðan svo hann ofeld­ist ekki. Ef sós­an er of þykk má þynna hana með kjúk­lingakrafti leyst­um upp í vatni.

  7. Berið rétt­inn strax á borð, gott er að strá saxaðri stein­selju yfir og bera fram með hrís­grjón­um eða kart­öflumús, nú eða bara rétt­inn ein­an og sér.
Coq au vin má gera deginum áður en á að …
Coq au vin má gera deg­in­um áður en á að bera hann fram og geyma í ís­skáp yfir nótt og hita svo upp, þá er kjúk­ling­ur­inn bú­inn að sjúga í sig allt dá­sam­lega bragðið af sós­unni. mbl.is/​gimmesomeo­ven
Julia Child var ákaflega sjarmerandi og skemmtileg kona. Við mælum …
Ju­lia Child var ákaf­lega sjarmer­andi og skemmti­leg kona. Við mæl­um með að fólk lesi ævi­sögu henn­ar sem ber heitið My Life in France og er eft­ir hana sjálfa og Alex Prud'homme. mbl.is/​Marc Ri­boud/​Magn­um via NYT
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert