Västerbotten-kartöflur á grillið

Kartöflurnar litu svona út þegar þær komu úr ofninum.
Kartöflurnar litu svona út þegar þær komu úr ofninum. mbl.is/Ragnar Freyr Ingvarsson

Meðlæti er mögu­lega mik­il­væg­asti hluti máltíðar­inn­ar og því þarf að vanda til verka. Hér gef­ur að líta ákaf­lega girni­lega út­færslu af kart­öfl­um sem við elsk­um. Ekki síst af því að það er sjálf­ur Lækn­ir­inn í eld­hús­inu, Ragn­ar Freyr Ingvars­son, sem á heiður­inn að henni og eins og all­ir vita sem fylgj­ast með hon­um þá eru alltaf und­ir­liggj­andi sænsk­ir tón­ar í hans verk­um. 

Västerbotten-kartöflur á grillið

Vista Prenta

Vä­ster­botten-kart­öfl­ur á grillið

  • 15 kart­öfl­ur
  • 2 msk. hvít­lauk­sol­ía
  • 50 g smjör
  • 50 g Vä­ster­botten-ost­ur (eða ann­ar harður ost­ur, t.d. óðal­sost­ur) 

Aðferð:

  1. Skar kart­öfl­urn­ar niður í báta.
  2. Smurði eld­fast mót með hvít­lauk­sol­íu og lagði kar­t­ölfurn­ar í fatið.
  3. Lagði svo smátt skor­inn ost og smjörklíp­ur ofan á.
  4. Bakaði í ofni við 180 gráður í um klukku­stund (aðeins of mikið, þrjú kortér hefðu verið nóg).
Kartöflurnar áður en þær fóru inn í ofn.
Kart­öfl­urn­ar áður en þær fóru inn í ofn. mbl.is/​Ragn­ar Freyr Ingvars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert