Sótsvart bananabrauð

Þessi nýstárlega uppskrift af bananabrauði er að setja allt á …
Þessi nýstárlega uppskrift af bananabrauði er að setja allt á hliðina, en í því eru ekki bara bananar heldur líka kol! mbl.is/instagram skjáskot @chocolateforbasil

Þessi upp­skrift af ban­ana­brauði er að setja allt á hliðina, en í því eru ekki bara ban­an­ar held­ur líka kol! Já þetta ban­ana­brauð er held­ur bet­ur ný­stár­legt og upp­lagt fyr­ir þá sem vilja slá um sig í eld­hús­inu með öðru­vísi bakstri. Þessi upp­skrift er eft­ir hina frá­bæru Jer­relle Guy, sem er að gera mjög flotta hluti inn­an bak­ara­heims­ins um þess­ar mund­ir. Ekk­ert lát virðist ætla á vin­sæld­um vefsíðu henn­ar, Chocola­te for Basil og er hún ný­lega búin að gefa út upp­skrifta­bók sem ber heitið Black Girl Bak­ing og er af­skap­lega eigu­leg, en þessi upp­skrift er ein­mitt feng­in þaðan.

En aft­ur að ban­ana­brauðinu…

Sótsvart bananabrauð

Vista Prenta

Sótsvart ban­ana­brauð

  • 3 vel þroskaðir ban­an­ar
  • 1 bolli möndl­umjólk
  • ½ bolli bráðin kó­kosol­ía
  • 1 bolli líf­rænn syk­ur
  • 1 msk. vanillu­drop­ar
  • 2 boll­ar heil­hveiti
  • 1 tsk. salt
  • 2 tsk. lyfti­duft
  • ½ tsk. mat­ar­sódi
  • ½ tsk ætt kola­duft
  • ¼ bolli kakónibb­ur

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 180 gráður. Komið grind­inni fyr­ir í miðju ofns­ins. Takið 22 sentí­metra brauðform og smyrjið að inn­an með feiti. Klæðið formið svo að inn­an með bök­un­ar­papp­ír og leyfið papp­írn­um að standa aðeins upp úr form­inu.

  2. Takið stóra skál og þeytið sam­an ban­ana, möndl­umjólk, kó­kosol­íu, syk­ur og vanillu­dropa þar til allt er vel blandað sam­an.

  3. Takið aðra skál og hrærið þar sam­an hveiti, salti, lyfti­dufti, mat­ar­sóda og kola­dufti. Blandið þessu svo sam­an við ban­ana­hrær­una, ásamt kakónibb­un­um, var­lega með sleif. Gætið þess að of­hræra ekki, það er mik­il­vægt.

  4. Hellið deig­inu yfir í brauðformið, dreifið kakónibb­um yfir deigið og bakið í 30 til 40 mín­út­ur, eða þar til hægt er að stinga prjóni í brauðið og prjón­inn kem­ur hreinn til­baka.

  5. Leyfið brauðinu að kólna vel eft­ir bakst­ur­inn, í að minnsta kosti 20 mín­út­ur og svo í aðrar 10 eft­ir að brauðið hef­ur verið tekið úr form­inu. Njótið með þykku lagi af smjöri, eða jafn­vel hnetu­smjöri, og glasi af ís­kaldri mjólk.

Me in my kitchen 1.3 ye­ars later. My cook­book relea­sed 4 months ago, and this week it put me on the @for­bes Und­er 30 chann­el! ⭐️😵 This cook­book was one of the most difficult proj­ects I've ever made. It took count­less hours of hard, physical, lonely work, and it was, and still is, a lot of emoti­onal work too. It's crazy because most of the time I feel like I still don't know what the hell I'm do­ing or wh­ere on earth I'm hea­ded, what proj­ect--of the 10 I have opened--to actually dive into to. I'm always tell­ing people I'm in "transiti­on" 🤷🏾‍♀️?? I just want to acknow­led­ge and share this part of my jour­ney that feels so messy when I'm in the thick of it. Someti­mes I'm so caug­ht up in the small things, the big­ger pict­ure is impossi­ble to see, or I've just con­vinced myself I'm not strong enough to naviga­te through it. But then moments like this happ­en, when the veil lifts, and I come to the same realizati­ons for the thous­and­th time 1. We are all exactly wh­ere we’re supp­osed to be RIGHT NOW on our own indi­vidual jour­neys. 2. When we make sure to do what we love everyday, the uni­verse sends us all the things we need to keep on do­ing it. 3. Eventually, everything really does work it­self out. Thank you so much @abigailcoug­hler for this beautif­ul piece! 💕💕💕I shared the link in the bio

A post shared by Jer­relle Guy (@chocola­tefor­basil) on Jun 14, 2018 at 5:14pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert