Djúpsteiktir laukhringir í bjórdeigi

Geggjaðir laukhringir sem líta sérlega vel út.
Geggjaðir laukhringir sem líta sérlega vel út. mbl/Arnþór Birkisson
Bragginn bar & bistró opnaði á dögunum í Nauthólsvíkinni en margir hafa beðið spenntir eftir opnun hans. Maturinn er léttur og skemmtilegur og hér gefur að líta uppskrift að dásemdar laukhringjum sem bragðast sérlega vel. 
Djúpsteiktir laukhringir í bjórdeigi
  • 1 lítri repjuolía eða jarðhnetuolía
  • 250 ml sýrður rjómi
  • 190 ml majones
  • 3 msk. sólþurrkaðir tómatar
  • 35 g grillaðar rauðar paprikur
  • 1 msk. límónusafi
  • 1½ tsk. nýmalaður svartur pipar
  • 2 tsk. salt
  • 45 ml hvítvín
  • 1 msk. fínskorinn hvítlaukur
  • 2 gulir laukar
  • 500 ml súrmjólk
  • 280 g hveiti
  • 1 tsk. hvítlauksduft
  • 350 ml bjór
  • 2 msk. rifinn parmesanostur

Aðferð: 

  1. Hitið olíuna í djúpsteikingarpotti eða pottjárnspotti í 180 °C.
  2. Blandið saman í matvinnsluvél sýrðum rjóma, majonesi, tómötum, paprikum, límónusafa, ½ tsk pipar, 1 tsk. salt, hvítvíninu og fínskorna hvítlauknum.
  3. Skerið laukinn í 1 cm þykkar sneiðar, fjarlægið hýðið og skiptið niður í hringi. Látið liggja í súrmjólk í eina klukkustund.
  4. Blandið saman 140 g af hveiti, afganginum af saltinu og piparnum og hvítlauknum og blandið vel saman. Blandið vel saman í meðalstórri skál bjórnum og afganginum af hveitinu.
  5. Fjarlægið laukhringina úr súrmjólkinni og hristið aukavökva af. Dýfið í hveiti og hristið aukahveiti af. Dýfið næst ofan í bjórdeigið. Setjið laukhringina ofan í olíuna en passið að hafa þá ekki of marga í einu svo þeir festist ekki saman. Þegar þeir eru orðnir gullnir á lit eru þeir fjarlægðir úr olíunni og þurrkaðir á eldhúsrúllublaði.
  6. Borið fram með jalapeno-majonesi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert