Á Skrímslasetrinu á Bíldudal er að finna veitingastað sem er að verða landsfrægur fyrir gómsætan mat og veglegt kökuúrval. Eins er alltaf að finna rétt dagsins og hamborgara dagsins en Gunnar segir að réttur dagsins ráðist ætíð af því sem til er í ísskápnum hverju sinni.
Það eru þau Gunnar Smári Jóhannesson frá Tálknafirði og Sarah Maria Yasdani frá Svíþjóð sem standa vaktina á staðnum og taka vel á móti gestum, hvort heldur til að fræða ferðamenn eða róa taugarnar hjá litlum skrímslaaðdáendum sem þora ekki að fara inn á safnið þrátt fyrir að vera búnir að bíða eftir því lengi.
En vöfflurnar eru eitthvað sem við hreinlega trúðum ekki að gæti verið svona gott. Uppskriftin er mjög svipuð þeirri íslensku en örlítið öðruvísi þó eins og sjá má.
Facebook-síðu Skrímslasetursins er hægt að nálgast HÉR.
Sænsku vöfflurnar hennar Söruh
Aðferð:
Hafið smjörið við stofuhita og eiginlega gott betur. Blandið hráefnunum saman og þá er það tilbúið. Gott er að gera deigið deginum áður að sögn Söruh enda verður það bara betra við það.