Ostborgari með fersku salsa og sterku majonesi

Það er ekkert að þessari dásemd.
Það er ekkert að þessari dásemd. mbl/Arnþór Birkisson

Ostborgarinn á Bragganum er með cheddar-osti og notaður er 175 g borgari. Það sem einkennir hann er ferska salsað sem borið er fram með honum og sterka majonesið.

Pico de gallo-salsa

  • 4 tómatar, skornir í litla bita
  • 1 meðalstór rauðlaukur, þunnt skorinn
  • búnt af nýsöxuðu kóríander
  • 4 hvítlauksgeirar, skornir í litla bita
  • 1 jalapeno, skorinn í litla bita
  • safinn úr einni límónu
  • salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk

Öllu blandað vel saman.

Sterkt skyrmajones

  • 50 g majones
  • 10 g sriracha-sósa
  • 2 g sesamolía
  • 10 g skyr

Öllu blandað vel saman. Passar vel með frönskum.

Einnig er hægt að fá veganborgara úr kínóa með mangó …
Einnig er hægt að fá veganborgara úr kínóa með mangó og guacamole sósu. mbl/Arnþór Birkisson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert