Trufluð s'mores ídýfa

Það er freistandi að tvídýfa í þennan trylling, við dæmum …
Það er freistandi að tvídýfa í þennan trylling, við dæmum engan. mbl.is/cleverlysimple

S'more er am­er­ísk­ur eft­ir­rétt­ur sem vin­sælt er að út­búa við varðeld í úti­leg­um ytra. Sam­an­stend­ur þetta ljúf­meti af grilluðum syk­ur­púðum og þykku lagi af súkkulaði sem klemmt er á milli tveggja gra­ham kexkaka og borðað eins og sam­loka. S'more er stytt­ing á „some more“ og er hægt að rekja þenn­an am­er­íska eft­ir­rétt allt aft­ur til 1920 en vin­sælt var að gæða sér á þessu gotte­ríi í skáta­ferðum. Eru orðnar ótal út­gáf­ur af eft­ir­rétt­in­um sem byrjaði sem ein­föld sam­loka; bök­ur, kök­ur, eft­ir­réttarpizz­ur og ídýf­ur. Við mæl­um að sjálf­sögðu með gömlu góðu s'mor­es sam­lok­un­um í úti­leg­una, en fyr­ir þá sem ekki eru á leið í tjald­ferð er hérna upp­skrift af s'mor­es ídýfu sem auðvelt er að gera í ofn­in­um heima. 

Trufluð s'mores ídýfa

Vista Prenta

Trufluð s'mor­es ídýfa

  • 1 pakki Gra­ham kex
  • 200 gr. mjólk­ursúkkulaði 
  • 1 poki af syk­ur­púðum

Aðferð

  1. Takið eld­fast mót og hitið ofn­inn í 200 gráður. 
  2. Brjótið súkkulaðið og setjið í botn á eld­fasta mót­inu. 
  3. Raðið syk­ur­púðum ofan á súkkulaðið, reynið að koma sem mestu fyr­ir og ekki vera hrædd við að troða þeim þétt. 
  4. Stingið form­inu inn í ofn­inn og bakið í 5 til 7 mín­út­ur. Hafið auga á syk­ur­púðunum, og kippið form­inu út þegar þeir eru orðnir vel brúnaðir að ofan. 
  5. Leyfið ídýf­unni að kólna í um 5 mín­út­ur áður en hún er bor­in á borð. 
  6. Berið fram með Gra­ham kexi til að dýfa í. Það er freist­andi að tví­dýfa, við dæm­um ekki. 
mbl.is/​clever­lysimple
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert