Safapressan Sonora er að gera allt vitlaust hið ytra, en segja má að þar mætist stofustáss og nauðsynjavara í einum og sama hlutnum, og slást eldhúsunnendur um að næla sér í eintak af safapressunni. Það er hönnunarfyrirtækið DOIY Design sem á heiðurinn af þessari sniðugu pressu sem lítur út eins og kaktus í blómapotti, en virkar sem safapressa og er víst feykigóð sem slík. Er lagið á kaktusplöntunni sérstaklega gert til þess að ná sem mestum safa úr appelsínum og sítrónum. Safinn safnast svo fyrir í blómapottinum sem er áfastur og auðvelt er að hella honum í glas eða könnu. Keramikið er þannig húðað að ekki festist litur í safapressunni úr ávöxtunum og svo má henda henni í uppþvottavélina, sem er alltaf þægilegur kostur. Við sjáum fyrir okkur að geyma þessa fínu safapressu með blómunum í eldhúsglugganum, kippa henni svo þaðan til að kreista nokkrar appelsínur, beint í uppþvottavélina og svo aftur út í gluggakistu þar sem hún fær að njóta sín.
Þess má geta að safapressan færst í Esju Decor.