Hlekkur
Lambakóróna með garðablóðbergssósu
Nóg fyrir 6
Krydd- ½ búnt dill
- ½ búnt graslaukur
- ½ búnt basilika
- dass af sjávarsalti
- 100 g Panko-raspur
- 50 ml olía
- kornsinnep (fer ekki í matvinnsluvélina)
Aðferð:
- Setjið allt í matvinnsluvél, nema olíuna sem kemur síðast og er hellt út í í mjórri bunu. Raspurinn verður þá fallega grænn.
- Brúnið lambarifin á pönnu upp úr olíu. Smyrjið kjötið síðan með kornsinnepi og veltið því upp úr kryddjurtaraspinum.
- Eldið svo í ofni á 180°C í 12 mínútur og hvílið í stutta stund. Ef mældur er kjarnhiti er flott að ná 58-59°C og hvíla. Skerið því kórónu næst í sneiðar.
Meðlæti
- kartöflusmælki
- gulrætur
- sveppir
- perlulaukur
- grænkáli
- lambasoðgljá
Garðablóðbergssósa
- 1 skarlottslauksgeiri
- 1 hvítlauksgeiri
- 1 grein af garðablóðbergi
- 1 dl gott rauðvín
- 1 l gott nautasoð
- 100 g smjör
- salt
- pipar
- annað krydd eftir smekk
Aðferð:
- Svitið skarlottlaukinn og hvítlaukinn á pönnu.
- Rífið af einni grein af garðablóðbergi og svitið með. Hellið rauðvíni út á pönnuna og sjóðið niður um helming. Hellið einum lítra af góðu nautasoði út í og sjóðið niður um ¾. Takið sósuna af hitanum þegar hún er orðin þykk og bragðgóð.
- Gott er að bragðbæta eftir smekk, t.d. með salti, svörtum pipar, anís, kardimommukryddi og kryddjurtum. Í lokin eru 100 g af smjöri skorin í kubba og blandað við sósuna með töfrasprota.