Eldhústrend sem eru komin úr tísku

Kopardraumurinn er búinn.
Kopardraumurinn er búinn. mbl.is/Pinterest

Það vilja all­ir vera með ægi­lega smart eld­hús og flest reyn­um við að hafa sæmi­lega huggu­legt í kring­um okk­ur. Við fylgj­umst með nýj­ustu straum­um í eld­hús­hönn­un og fylgj­um straumn­um eins og roll­ur á leið í rétt­ir... eða því sem næst. 

Því er ákaf­lega mik­il­vægt að vera með á hreinu hvað er að kólna á ógn­ar­hraða í heimi hönn­un­ar og þykir hreint ekki töff leng­ur. 

Hér er listi yfir eld­hústrend sem eru að úr­eld­ast.

Kop­ar. Nú fara marg­ir að gráta en koparæðið sem hef­ur tröllriðið þjóðinni í nokk­ur ár er búið. Nú geta starfs­menn Góða hirðis­ins farið að und­ir­búa komu þeirra í stór­um stíl enda ljóst að eng­inn vill vera púkó. 

Einhver þarf að hringja í eiganda þessa eldhúss og segja …
Ein­hver þarf að hringja í eig­anda þessa eld­húss og segja hon­um að kop­ar­inn sé á leiðinni út. mbl.is/​Pin­t­erest

Granít. Þótti einu sinni töff. Sá tími er löngu liðinn. 

Granít er hreint ekki það sama og marmari.
Granít er hreint ekki það sama og marmari. mbl.is/​Pin­t­erest

Kirsu­berjaviður. Það eru reynd­ar kom­in ár og dag­ar síðan kirsu­berjaæðið reið yfir en ef ein­hver skyldi ekki vera með það á hreinu þá er kirsu­berjaviður bara hreint ekki í tísku. 

Neibb... enn ekki töff.
Neibb... enn ekki töff. mbl.is/​Pin­t­erest

Stór­ar ljósa­per­ur. Ekki mis­skilja okk­ur. Ed­i­son-ljósa­per­an er ekki dauð. Hún er bara ekki leng­ur jafn­kúl og hún var enda var vart hægt að fara inn í eld­hús án þess að burðar­hönn­un­in í eld­hús­inu sner­ist um slík­ar ljósa­per­ur. Það má enn þá nota þær enda er birt­an af þeim dá­sam­lega mjúk og fög­ur en hættið að nota þær sem ljósakrón­ur og aðallýs­ingu í rými. Já – stein­hættið því strax. 

Þetta var sjúklega töff en hefur kólnað mikið.
Þetta var sjúk­lega töff en hef­ur kólnað mikið. mbl.is/​Pin­t­erest

Vöru­bretti. Það var kúl að smíða sitt eigið dót úr þeim einu sinni en ekki leng­ur. Takk og bless. 

Var snjallt en ekki lengur.
Var snjallt en ekki leng­ur. mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert