Forréttur fyrir lengra komna

Í Vestmannaeyjabæ rekur Einar Björn Árnason veitingastaðinn Einsa kalda. Einar …
Í Vestmannaeyjabæ rekur Einar Björn Árnason veitingastaðinn Einsa kalda. Einar man eftir sér sýslandi í eldhúsi sem lítill peyi og leiðin lá snemma í kokkanám á meginlandinu. Hann sneri svo til baka og þegar Landeyjahöfn varð að veruleika sá Einar að grundvöllur væri fyrir að opna flottan veitingastað í miðbænum og hafa hann opinn allan ársins hring. Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi uppskrift er gríðarlega spennandi en mögulega ekki á allra færi. Hér erum við með hrossa-tataki þar sem djúpsteiktir ætiþistlar, mangókrem og pikklaðar skrautrófur fara saman. Hljómar dásamlega og við segjum bara njótið vel!

Uppskriftin er úr smiðju Einsa kalda í Vestmannaeyjum.

Hrossa-tataki

Fyrir 6
  • 300 gr. hrossalund
Skerið hrossalundina í 6 þunnar sneiðar, brúnið létt á pönnu á báðum hliðum.

Marínering fyrir kjötið

  • 1 stk. laukur
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 50 ml mirin (hrísgrjónaedik)
  • 50 ml teríakísósa
  • 4 msk. sesamolía
  • 50 g brennt hvítlauksmauk (fæst í krukku í asíubúðum)
  • 200 ml olía
  • pipar

Aðferð:

Setjið allt hráefnið, fyrir utan olíu, saman í matvinnsluvél og maukið. Hellið olíunni rólega í mjórri bunu saman við. Látið hrossakjötið marínerast í um 10 mínútur í leginum.

Djúpsteiktir ætiþistlar

  • 2 stykki jerúsalem-ætiþistlar
Skerið ætiþistlana í mandólíni, setjið í ískalt vatn með smá salti. Þerrið og djúpsteikið. Saltið.

Mangókrem og meðlæti

  • 1 poki frosið mangó
Setjið mangóið í blandara og maukið vel.

Skrautrófa

  • 1 stk. skrautrófa

Skerið þunnt í mandólíni og pikklið.

Pikkl-lögur

  • 1 hluti vatn 1 hluti sykur
  • 1 hluti eplaedik
Takið fallegan disk og penslið hann með smá af maríneringunni. Raðið hrossakjötssneiðunum í hring ásamt pikklaðri skrautrófu og djúpteiktum ætiþistlum. Setjið mangósósuna inn á milli.

Njótið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert