Brownies sem breyta lífinu

mbl.is/yammiesnoshery.com

Sum­ar kök­ur eru þess eðlis að þær breyta líf­inu til hins betra... að minnsta kosti um stund­ar­sak­ir. Þess­ar kök­ur til­heyra þeim flokki enda kem­ur ekk­ert annað til greina þegar þú bland­ar sam­an brúnk­um og syk­ur­púðum.

Ein­föld upp­skrift og al­veg svaka­lega góð. Njótið vel!

Brownies sem breyta lífinu

Vista Prenta

Brak­andi syk­ur­púðabrúnk­ur

Kak­an

  • 2 boll­ar syk­ur
  • ¾ bolli græn­met­isol­ía
  • 4 stór egg
  • 2 tsk. vanilla
  • 1 ½ bolli dökkt kakó­duft
  • ¼ tsk. salt
  • ½ bolli súkkulaðibit­ar

Kremið

  • 1 poki litl­ir syk­ur­púðar
  • 2 boll­ar súkkulaðibit­ar (saxað súkkulaði eða súkkulaðispæn­ir)
  • 1 ¼ bolli hnetu­smjör
  • 5 msk. smjör
  • 3 boll­ar rice krispies (glút­en­laust ef vill)

Hitið ofn­inn í 170 °C. Smyrjið u.þ.b. 23 x 33 cm bök­un­ar­form, eða stærra ef þið viljið hafa kök­una þynnri.

Blandið sam­an sykri og olíu, bætið eggj­um og vanillu út í og þeytið í u.þ.b. tvær mín­út­ur. Hrærið kakó­duft­inu og salt­inu sam­an við og loks súkkulaðibit­un­um. Hellið blönd­unni í formið og bakið í u.þ.b. 17 mín­út­ur. Dreifið syk­ur­púðunum yfir og bakið í 8 mín­út­ur í viðbót. Takið kök­una úr ofn­in­um og látið hana kólna á meðan þið út­búið kremið.

Setjið súkkulaðibita, hnetu­smjör og smjör í skál og bræðið í ör­bylgju­ofni. Takið blönd­una úr ör­bylgju­ofn­in­um eft­ir 30 sek­únd­ur og hrærið, end­ur­takið þetta þar til bland­an er bráðin og mjúk. Myljið rice krispies sam­an við og smyrjið krem­inu yfir kök­una sem nú er orðin köld. Þegar kremið er orðið kalt má skera kök­una í hæfi­lega bita. Kak­an er mjúk, en ef þið viljið hafa hana stökka er gott að geyma hana í ís­skápn­um.

Heim­ild: Yammies Nos­hery

mbl.is/​yammiesnos­hery.com
mbl.is/​yammiesnos­hery.com
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert