Pad thai sem allir elska

Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum Petra og …
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum Petra og Emilía taka vel á móti gestum á Bangkok. mbl/Arnþór Birkisson
Pad thai er mögulega einn vinsælasti réttur heims og þykir algjört sælgæti. Þessi uppskrift er úr smiðju Bankok og eins og þið getið ímyndað ykkur þá eru fáir hér á landi færari í pad thai gerð ein meistararnir þar. 
Við á Matarvefnum segjum bara ekkert að þakka og njótið vel!
Pad thai
fyrir tvo
  • 250 g kjúklingur
  • 250 g hrísgrjónanúðlur
  • 2 msk. matarolía
  • 1 dl padthai-sósa
  • 1 egg
  • 50 g púrrulaukur
  • 50 g gulrætur
  • 50 g hvítkál
  • 100 g salthnetur
  • 10 g hvítlaukur

Aðferð:

1. Byrjið á því að setja hrísgrjónanúðlurnar í heitt vatn.

2. Matarolía sett á pönnu ásamt hvítlauki.

3. Skerið kjúklinginn í bita og bætið við.

4. Þegar kjúklingurinn er ágætlega tilbúinn bætið við egginu, leyfið því að vera á pönnunni í ca. 15 sekúndur áður en þið hrærið það við kjúklinginn.

5. Bætið við núðlunum ásamt padthai-sósunni.

6. Hrærið vel í 2 mínútur.

7. Næst er það grænmetið.

8. Síðasta skrefið er hneturnar, best er að mylja þær.

9. Njóta.

Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum mbl/Arnþór Birkisson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert