Syndsamlega subbulegt útilegusnarl

Hvað getur toppað þessa dásemd?
Hvað getur toppað þessa dásemd? mbl.is/TheKitchn

Gleymið súkkulaðifylltu banönunum í útileguna. Það er kominn nýr eftirréttur á svæðið sem mun gjörsamlega trylla lýðinn og keyra upp stemninguna svo um munar. Athugið þó að hann er alls ekki heilsusamlegur né grennandi, inniheldur mögulega óheyrilegt magn af sykri en góður fréttirnar eru að hann bragðast eins og himnaríki á priki. 

Hér erum við að tala um sykurpúða sem búið er að troða Rolo bita innan í. Flóknara er það ekki. 

Syndsamlega subbulegt útilegusnarl

Það sem þið þurfið eru:

  • Eins margir sykurpúðar og þið viljið. Miðstærðin er best. 
  • Jafn margir Rolo bitar.
  • Jafn mörg grillpjót (nema þið viljið vera flipphausar og þræða margar sprengjur á hvert spjót)

Aðferð:

  1. Takið upp sykurpúða og potið í hann með putta eða hníf til að gera á hann gat. 
  2. Setið Rolo bita inn í hann.
  3. Þræðið upp á spjót.
  4. Glóið yfir varðeldi (eða grilli eða gashitara) uns sykurpúðinn er orðinn vel heitur og Roloið farið að bráðna. 
  5. Passið ykkur á að brenna ykkur ekki á tungunni. 
  6. Njótið í botn!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka