Thaílenskur matur er af mörgum talinn einn sá besti í heimi og þessi uppskrift kemur úr smiðju veitingastaðarins Bangkok í Kópavogi sem nýtir mikilla vinsælda enda þykir matur inn þar alveg hreint framúrskarandi.
Það er því mikið gleðiefni fyrir aðdáendur staðarins að geta prufað uppskriftirnar heima við.
Nam tok að hætti meistaranna
fyrir tvo
- 300 g svínakjöt
- 2 msk. fiskisósa
- 1 tsk. chiliflögur
- 1 msk. hrísgrjónarasp
- 50 g vorlaukur
- 50 g kóríander
- 20 g minta
- 20 g rauðlaukur
- ½ dl kjúklingasoð
- 1 msk. sítrónusafi
Aðferð:
1. Byrjið á að grilla svínakjötið (medium rare).
2. Skerið það síðan í sneiðar og setjið í stóra skál.
3. Bætið næst við kjúklingasoðinu.
4. Sítrónusafa ásamt fiskisósu bætt við.
5. Hræra.
6. Chilikryddi, hrísgrjónaraspi, vorlauk, kóríander, rauðlauk bætt við.
7. Hræra.
8. Smakka, bætið við kryddi eftir smekk.
9. Berið fram með mintu.
10. Njóta.
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp
Aðlagar réttina að Íslendingum
mbl/Arnþór Birkisson