BBQ-pítsa sem slær í gegn

Hér er pítsa sem þú sérð ekki á hverjum degi en ættir svo sannarlega að prófa því hún mun mögulega breyta því hvernig þú lítur á pítsur. Og til að toppa herlegheitin er hér myndband sem sýnir nákvæmlega hvernig á að fara að. 

BBQ-pítsa

Tilbúinn pítsabotn
Sósa: ¾ dl pizzasósa + ¼ dl BBQ-sósa

  • 1 hægelduð sous vide-kjúklingabringa frá Ali
  • ½ rauðlaukur
  • Maísbaunir
  • Rifinn cheddar ostur
  • Rifinn pizzaostur
  • Kóríander

Aðferð:

  1. Fletjið pizzadegið út.
  2. Hrærið saman pizzasósu og BBQ-sósu og smyrjið yfir pizzabotninn.
  3. Stráið rifnum cheddar og rifnum pizzaosti yfir.
  4. Skerið kjúklingabringu í bita og raðið yfir ostinn.
  5. Stráið rauðlauki og maísbaunum yfir kjúklinginn.
  6. Bakið við 220° í 5-8 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn og kominn fallegur litur á pizzuna.
  7. Stráið ferskum kóríander yfir og berið strax fram.
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert