Langbesti forrétturinn

Hunangsmelóna fer afar vel með bláberjum. Fersk mynta og basil …
Hunangsmelóna fer afar vel með bláberjum. Fersk mynta og basil ásamt balsamik sírópi tekur salatið á næsta stig. mbl.is/produceonparade

Þetta dá­sam­lega mel­ónu­sal­at er í senn ferskt, sætt, salt og súrt. Það er ráðist á bragðlauk­ana úr öll­um átt­um svo úr verður dá­sam­leg blanda sem bráðnar í munni. Að við töl­um nú ekki um hversu fal­legt sal­atið er á diski. Þetta tek­ur enga stund að und­ir­búa og stein­ligg­ur sem for­rétt­ur í næsta mat­ar­boði.

Langbesti forrétturinn

Vista Prenta

Lang­besti for­rétt­ur­inn - mel­ónu­sal­at með blá­berj­um

  • 1 hun­angs­mel­óna
  • 2 msk. fersk mynta
  • 2 msk. fersk­ur basil
  • ½ bolli blá­ber
  • 3 msk. bal­sa­mik síróp

Aðferð

  1. Afhýðið og skerið mel­ón­una í bita. Saxið myntu og basil og sáldrið yfir. Hellið bal­sa­mik sírópi yfir allt og blandið vel sam­an í stórri skál.

  2. Einnig má njóta sal­ats­ins í eft­ir­rétt, en þá mæl­um við með því að sáldra of­ur­litl­um sykri yfir, eða mat­skeið af hun­angi.

  3. Geymið sal­atið inni í ís­skáp þar til bera skal á borð. Best er að njóta þess beint úr ís­skápn­um.
Þetta ljúffenga salat virkar við fjölmörg tilefni, sem forréttur, millimál …
Þetta ljúf­fenga sal­at virk­ar við fjöl­mörg til­efni, sem for­rétt­ur, milli­mál eða eft­ir­rétt­ur. mbl.is/​produceon­para­de
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert