Rugl gott hnetusmjörs-„lasagna“

Þetta lasagna er fyrir lengra komna og á eftir að …
Þetta lasagna er fyrir lengra komna og á eftir að slá í gegn hjá þeim sem elska súkkulaði og hnetusmjör. mbl.is/spendwithpennies

Við segj­um það bara eins og það er. Þetta lasagna er ekki fyr­ir viðkvæma, eða fyr­ir þá sem eru að passa lín­urn­ar. Lag eft­ir lag af rjóma­kenndu hnetu­smjöri, hnausþykk­um súkkulaðibúðingi og oreo kexi fær mat­gæðinga til að vökna um augu.

Rugl gott hnetusmjörs-„lasagna“

Vista Prenta

Rugl gott hnetu­smjörs-„lasagna“

  • 36 Oreo kex­kök­ur
  • 1/​3 bolli smjör
  • 225 g rjóma­ost­ur
  • 1 bolli hnetu­smjör
  • 1 bolli flór­syk­ur
  • ¼ bolli mjólk
  • 1 og ½ bolli þeytt­ur rjómi
  • 2 pakk­ar af Royal-súkkulaðibúðingi
  • 1 poki af Reese's Mini hnetu­smjörs­hnöpp­um (Reeseðs Mini Pe­anut Butter Cups)
  • Saxað súkkulaði eft­ir smekk
  • Súkkulaðis­íróp

Aðferð

  1. Setjið Oreo kexið í mat­vinnslu­vél og vinnið með krem­inu og öllu þar til allt er vel maukað. Ef ekki er til mat­vinnslu­vél á heim­il­inu má vel setja kexið í poka og merja niður með köku­kefli. Takið smjörið og bræðið það og bætið sam­an við kexið. Setjið í botn­inn á eld­föstu móti sem er um 20x30 sentí­metr­ar að stærð, og hendið því inn í frysti á meðan við und­ir­bú­um næsta lag.

  2. Blandið sam­an rjóma­osti, hnetu­smjöri og ¼ bolla mjólk í hræri­vél þar til bland­an er létt og ljós. Bætið flór­sykr­in­um sam­an við í litl­um skömmt­um. Bætið var­lega sam­an við þeytt­um rjóma.

  3. Takið eld­fasta mótið út úr ofn­in­um og dreifið hnetu­smjörs­blönd­unni ofan á neðsta lagið af Oreo kexi og setjið svo aft­ur inn í frysti.

  4. Takið Royal súkkulaðibúðing­inn og und­ir­búið sam­kvæmt leiðbein­ing­um. En gott er að nota aðeins minni mjólk í búðing­inn en venju­lega skal nota, við vilj­um hafa hann ör­lítið þykk­ari. Takið eld­fasta mótið úr fryst­in­um og smyrjið lagi af búðingi ofan á hnetu­smjörslagið. Stingið svo aft­ur inn í frysti í um 5 mín­út­ur.

  5. Að lok­um skal smyrja þykku lagi af þeytt­um rjóma ofan á, og svo má saxa niður súkkulaði, brytja Reese’s hnetu­smjörs­sæl­gæti niður og skreyta með. Að lok­um má kreista súkkulaðis­íróp yfir her­leg­heit­in, bara svona til að toppa ruglið. Inn í kæli með bomb­una, látið hana vera þar í alla­vega þrjá klukku­tíma áður en hún er bor­in á borð.
Hægt er að undirbúa þessa bombu daginn fyrir matarboðið. Hún …
Hægt er að und­ir­búa þessa bombu dag­inn fyr­ir mat­ar­boðið. Hún geym­ist vel í kæli. mbl.is/​spendwit­hpennies
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert