Kókosbollusukk besta sakbitna sælan

Albert byrjaði með vefsíðu sína Albert eldar sem stað fyrir …
Albert byrjaði með vefsíðu sína Albert eldar sem stað fyrir allar uppáhaldsuppskriftirnar, en vefsíðan endaði í einu vinsælasta matarbloggi landsins. mbl.is/AE

Al­bert Ei­ríks­son er með þekkt­ari mat­gæðing­um lands­ins, en ef hann er ekki að elda mat þá er hann að hugsa um mat, að eig­in sögn. Hann hef­ur einnig mikið dá­læti á að halda veisl­ur en hann held­ur einnig fyr­ir­lestra um borðsiði og kurt­eisi ásamt því að halda mat­reiðslu­nám­skeið enda er hann menntaður kokk­ur.

Al­bert byrjaði með vefsíðu sína Al­bert eld­ar sem stað til að geyma all­ar upp­á­halds­upp­skrift­irn­ar, en vefsíðan endaði í einu vin­sæl­asta mat­ar­bloggi lands­ins. Al­bert er að vinna á sveita­hót­eli í Breiðdal í sum­ar þar sem hann gleður bragðlauka gesta á degi hverj­um. Hann gaf sér þó tíma til að leggja frá sér sleif­ina og svara nokkr­um spurn­ing­um fyr­ir okk­ur.

Kaffi eða te: Ég drekk mun meira af kaffi, en síðdeg­iste og fín­leg gúrku­sam­loka er nátt­úru­lega æði.

Hvað borðaðir þú síðast? Ný­veidd­an sil­ung. Hon­um var ekki velt upp úr neinu og aðeins steikt­ur á roðhliðinni, svo að hún varð mjög stökk. Með sil­ungn­um voru rós­marínkart­öfl­ur og sal­at úr maís, grískri jóg­úrt, estragon og haug­ar­fa. 

Hin full­komna máltíð: Í augna­blik­inu er það hæg­eldaður lambahrygg­ur, eldaður a.m.k. í 7 klst., á 35°C. Síðustu mín­út­urn­ar er hit­inn hækkaður veru­lega til að fá yf­ir­borðið stökkt.

Hvað borðar þú alls ekki? Sagógrjóna­graut og makkarón­usúpu. Ein­hvern veg­inn finnst mér ég hafa fengið slím upp í mig. Kannski gæti ég pínt mig til að venj­ast því, en ég kem mér fim­lega und­an því að borða þetta tvennt.

Avóka­dó á ristað brauð eða lumm­ur með sírópi? Klár­lega sírópið af því að ég er syk­ur­grís, en auðvitað bara spari og veit vel að við eig­um að gera allt til að draga úr syk­uráti.

Súpa eða sal­at? Trú­lega sal­at, fátt er betra og holl­ara en lit­fag­urt sum­ar­legt sal­at. Hver get­ur samt neitað sér um lauflétta gúrkusúpu að sumri, eða ilm­andi bouilla­bais­se á köldu vetr­ar­kvöldi?

Upp­á­haldsveit­ingastaður­inn: Svei mér þá ef ég á mér ekki nýj­an upp­á­haldsveit­ingastað í hverj­um mánuði. Verð að nefna þrjá staði: Apó­tekið, Nostra og Es­sensia.

Besta kaffi­húsið: Það er eins með kaffi­hús og veit­ingastaði, ekk­ert eitt sit­ur alltaf í efsta sæti, en við Bergþór för­um oft á kaffi­hús og höld­um það sem við köll­um „kaffi­húsa­vinnufundi“. Oft­ast för­um við á Kaffitár í Banka­stræti eða Te og kaffi neðst á Lauga­veg­in­um, af því að þau eru næst okk­ur, en það er auðvitað líka geggjað kaffi á Roa­sters uppi á Kára­stíg og á Pall­ett í Hafnar­f­irði.

Salt eða sætt? Ég er svo mik­ill köku­karl og baka sæt­indi oft í viku. Það er víst ekki til fyr­ir­mynd­ar, en jafn­vægi milli sætu og salts er mik­il­vægt í mat­ar­gerð.

Fisk­ur eða kjöt? Fisk­ur, helst feit­ur fisk­ur. Ann­ars borða ég al­veg kjöt, en reyni að hafa vel af græn­meti með.

Hvað set­ur þú á pitsuna þína? Gráðaost og an­sjó­s­ur. Set gráðaost­inn í frysti í rúm­lega 30 mín. og myl hann fros­inn yfir pitsuna. Já og pitsa með ban­ön­um og gráðaosti er nýj­asta æðið.

Hvað er það skrýtn­asta sem þú hef­ur borðað? Fýll. Var einu sinni í fýla­veislu og var ekki al­veg að fíla mig þar. Það var samt ákveðin stemn­ing að upp­lifa þetta og ég hefði ekki viljað sleppa því. Ég afþakkaði pent ábót­ina en þegar ég kom heim setti ég föt­in í þvotta­vél­ina og fór í sturtu.

Mat­ur sem þú gæt­ir ekki lifað án: Gott súkkulaði, kaffi og croiss­ant.

Upp­á­halds­drykk­ur: Vatn.

Besta snarlið: Möndl­ur.

Hvað kanntu best að baka? Þessa dag­ana baka ég oft nu­tellapitsur sem eru næst­um því óbæri­lega góðar. Ætli ég baki ekki oft­ast franska súkkulaðitertu, snúðaköku og rabarbarapæ. All­ar þess­ar upp­skrift­ir, og sög­urn­ar á bak við þær, eru á mat­ar­bloggsíðunni minni.

Hvenær eldaðirðu síðast fyr­ir ein­hvern? Í sum­ar elda ég fyr­ir ein­hvern á hverj­um degi, en ég er að vinna á dá­sam­legu sveita­hót­eli í hinum ægifagra Breiðdal og þar legg ég mig fram um að gleðja bragðlauka fólks dag­lega. 

Besta upp­skrifta­bók­in: Ætli það sé ekki nýj­asta bók­in mín í hvert sinn. Núna sein­ast keypti ég mér bók um ít­alska matseld og fletti henni oft og hef prófað nokkr­ar upp­skrift­ir.

Sak­bit­in sæla: Kó­kos­bollusukk eins og ég kalla það. Þá er blandað sam­an við þeytt­an rjóma kó­kos­boll­um, Nóa-kroppi, sérrý-vætt­um makkarón­um, fersk­um ávöxt­um og ýmsu fleiru.

Upp­á­haldsávöxt­ur: Mangó, bragðgóður og pass­lega sæt­ur. 

Ef þú feng­ir Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur í kaffi, hvað mynd­ir þú bjóða upp á? Því er nú fljótsvarað. Hún fengi Draum for­set­ans. Í norskri upp­skrifta­bók birt­ist fyr­ir mörg­um árum upp­skrift af rabarbara­köku með mar­engs yfir. Upp­skrift­in er frá Vig­dísi sjálfri og heit­ir Draum­ur for­set­ans. Nokkr­um sinn­um hef ég nefnt við Vig­dísi að baka kök­una fyr­ir mat­arsíðuna mína en hún kem­ur sér alltaf fim­lega und­an því með því að segja: Góði Al­bert minn! Ég er löngu hætt að baka með kaff­inu. Upp­skrift­ina má finna á Al­bert eld­ar og heit­ir Draum­ur for­set­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert