Tom yum-súpa sem svíkur engan

Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum Petra og …
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum Petra og Emilía taka vel á móti gestum á Bangkok. mbl/Arnþór Birkisson
Austurlenskar súpur njóta gríðarlegra vinsælda og skyldi engan undra. Hér erum við með uppskrift að dásamlegri Tom yum súpu og það eru engir aukvisar sem eiga uppskriftina heldur erum við að tala um að hún kemur beint úr hjarta taílenskrar matargerðar hér á landi - veitingastaðnum Bangkok. 
Tom jam-súpa
fyrir tvo
  • Risarækjur 100 g
  • Fiskur 100 g
  • Skelfiskur 100 g
  • Smokkfiskur 100 g
  • Kjúklingasoð 3 bollar.
  • Kókosmjólk 1 bolli
  • Galangal 20 g
  • Kaffír ime-lauf 10 g
  • Sítrónugras 10 g
  • Sveppir 30 g
  • Tómatur 1stk.
  • Kóríander 10 g
  • Vorlaukur 10 g
  • Fiskisósa 2 msk.
  • Tom yum-mauk 1 msk.
  • Sykur 1 msk.

Aðferð:

1. Byrjum á að setja kjúklingasoð í pott ásamt galanga.

2. Sítrónugrasi og kaffír lime-laufi bætt við.

3. Setjið síðan Tom yum-mauk (kryddmauk, fæst úti í búð).

4. Sjóðið í 2 mínútur.

5. Öllu kryddi bætt við (kókósmjólk, fiskisósa, sykur).

6. Tómötum og sveppum bætt við, athugið að setja ekki tómatana og sveppina á sama tíma og sítrónugrasið og laukinn.

7. Bætið síðan við risarækjum, fiski, skelfiski og smokkfiski.

8. Næst er það sítrónusafinn, kóríander og vorlaukur.

9. Sjóðið í 7 mínútur.

10. Njóta.

Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum
Bankok Tælenskur veitingarstaður Kóp Aðlagar réttina að Íslendingum mbl/Arnþór Birkisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert