Trylltir ávaxta-kleinuhringir

Þetta er í raun ofureinfalt, bara svolítið dúllerí í eldhúsinu …
Þetta er í raun ofureinfalt, bara svolítið dúllerí í eldhúsinu og það er bara gaman annað slagið. mbl.is/awwsam

Þessi hérna uppskrift er fyrir þá sem ætla sér stóra hluti hvað varðar skreytingar í næsta barnaafmæli. Þetta er í raun ofureinfalt, bara svolítið dúllerí í eldhúsinu, og hver hefur ekki gaman af því annað slagið? Hér má stytta sér leið með því að kaupa tilbúna kleinuhringi og skreyta. En ef metnaðurinn er að fara með fólk má finna gómsæta uppskrift að meinhollum kleinuhringjum hér að neðan. Svo er bara að taka fram sprautupokana og þolinmæðina.

Trylltir ávaxta-kleinuhringir

Það sem þarf til:

  • Gómsæta kleinuhringi
  • Súkkulaðihnappa til að bræða í grænum, bleikum, fjólubláum, appelsínugulum, gulum, svörtum og hvítum.
  • Skálar sem má setja í örbylgjuofn
  • Sprautupoka
  • Bökunarpappír
  • Ofnskúffu


Aðferð

  1. Setjið hvern lit af súkkulaði í sér skál. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni eða yfir vatnsbaði.

  2. Til að gera ananasinn skal setja græna súkkulaðið í sprautupoka og sprauta ananaslaufi á bökunarpappír. Stingið bökunarpappírnum inn í ísskáp og leyfið laufinu að storkna alveg.

  3. Dýfið kleinuhring í gula súkkulaðið og leyfið súkkulaðinu að harðna utan á kleinuhringnum. Takið hvítt súkkulaði og setjið í sprautupoka, sprautið svo línur á gula kleinuhringinn þvers og kruss með einni doppu inn á milli svo kleinuhringurinn líti út eins og ananas. Búið til smá gat á kleinuhringinn og stingið græna súkkulaði-laufinu í hliðina og þú ert komin(n) með ananaskleinuhring.

  4. Til að gera vatnsmelónu-kleinuhring skal dýfa kleinuhring í bleikt súkkulaði. Leyfið súkkulaðinu að storkna alveg. Notið þá sprautupoka til að sprauta grænu súkkulaði í hring meðfram ytri brún kleinuhringsins. Sprautið svo doppum af svörtu súkkulaði í bleika hlutann, þá lítur þetta út eins og vatnsmelóna með fræjum.

  5. Til að gera kíví-kleinuhring skal dýfa kleinuhring í hvítt súkkulaði. Leyfið súkkulaðinu að harðna algerlega. Dýfið því næst bara toppi kleinuhringsins í grænt súkkulaði. Takið svart súkkulaði og sprautið svörtum doppum á græna hlutann í hring meðfram hvítu röndinni og það lítur út eins og fræ.

  6. Til að gera drekaávöxtinn skal dýfa kleinuhring í fjólublátt súkkulaði og leyfa því að harðna. Dýfið svo miðju kleinuhringsins í hvítt súkkulaði og sprautið svörtum doppum á hvíta hlutann.

  7. Fyrir appelsínu-kleinuhringinn skal dýfa öllum kleinuhringnum í appelsínugult súkkulaði og leyfa því að harðna. Takið þá hvítt súkkulaði í sprautupoka og sprautið hvíta þríhyrninga yfir kleinuhringinn sem líta út eins og appelsínubátar. Takið gult súkkulaði í sprautupoka og sprautið grannri línu meðfram hvítu þríhyrningunum.

  8. Leyfið öllu að storkna vel áður en kleinuhringirnir eru bornir á borð.
Hérna má sjá hvernig ananasinn er undirbúinn. Munið bara að …
Hérna má sjá hvernig ananasinn er undirbúinn. Munið bara að leyfa súkkulaðinu að storkna alveg áður en þið stingið laufinu í kleinuhringinn. mbl.is/awwsam
Þessir sumarlegu kleinuhringir eiga eftir að slá í gegn í …
Þessir sumarlegu kleinuhringir eiga eftir að slá í gegn í næsta barnaafmæli. mbl.is/awwsam
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert