Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál

Bollinn og diskurinn er hvort tveggja úr versluninni Indiska. Rut …
Bollinn og diskurinn er hvort tveggja úr versluninni Indiska. Rut Káradóttir innanhússarkitekt gaf lesendum Matarvefjarins það ráð eitt sinn að kaupa helst borðbúnað með fjölþætta notkunarmöguleika. Þessir fögru kaffibollar uppfylla svo sannarlega þau skilyrði. mbl.is/TM

Hver vill ekki byrja daginn á ís sem jafnframt sléttir kviðinn og sálina? Hér erum við að tala um algjöra morgungleðisprengju sem fær örgustu svartsýnimenn til að sjá ljósið. 

Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál

fyrir 2

<ul> <li>2 stórir og vel þroskaðir frosnir bananar</li> <li>2 msk. kókosmjolk</li> <li>5 væn myntulauf</li> <li>1 lúka spínat</li> <li>1 lítið avocadó – helst frosið eða auka banani eða 1 bolli frosið mangó</li> </ul>

Setjið allt í öflugan blandara eða matvinnsluvél. Ef ísinn er ekki nægilega frosinn má setja hann inn í frysti í 15 mín. Toppið með ferskum berjum eða granóla. Svo er um að gera að segja börnunum að þetta sé skrímslaís! 

mbl.is/TM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert