Hver vill ekki byrja daginn á ís sem jafnframt sléttir kviðinn og sálina? Hér erum við að tala um algjöra morgungleðisprengju sem fær örgustu svartsýnimenn til að sjá ljósið.
Ofurís í morgunmat sem sléttir kvið og sál
fyrir 2
<ul> <li>2 stórir og vel þroskaðir frosnir bananar</li> <li>2 msk. kókosmjolk</li> <li>5 væn myntulauf</li> <li>1 lúka spínat</li> <li>1 lítið avocadó – helst frosið eða auka banani eða 1 bolli frosið mangó</li> </ul>Setjið allt í öflugan blandara eða matvinnsluvél. Ef ísinn er ekki nægilega frosinn má setja hann inn í frysti í 15 mín. Toppið með ferskum berjum eða granóla. Svo er um að gera að segja börnunum að þetta sé skrímslaís!