Heimalagað chili-majónes

Chili-majónes er ómissandi með nýsteiktum frönskum kartöflum.
Chili-majónes er ómissandi með nýsteiktum frönskum kartöflum. Frederikke Wærens

Við Íslendingar erum eflaust ein mesta sósuþjóð sem fyrirfinnst, viljum sósur með eða á öllum mat. Svona til að „krydda þetta“ aðeins betur. Chili-majónes hefur ekki svikið neinn hingað til og er stórkostlegt með frönskum kartöflum, nú eða beint á hamborgarann.

Heimalagað chili-majónes

  • 250 ml Hellmann´s majónes
  • 1 dós sýrður rjómi, 18%
  • 2 stórir hvítlaukar
  • 1 ferskt chili
  • 2 tsk. papríkukrydd
  • 2 tsk. þurrkaðar chili-flögur
  • 1 tsk. sykur
  • 1 msk. tómatsósa
  • Salt og pipar
  • 2 tsk. Sriracha-chili-sósa eða önnur sambærileg

Aðferð

Hrærið majónesi og sýrðum rjóma saman og blandið því næst öðrum hráefnum við.

Smakkið ykkur áfram, því einhverjir vilja hafa hlutina bragðsterkari en aðrir.

Frederikke Wærens
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert