Matur sem búið er að marinera og undirbúa að flestu leyti fyrir eldun nýtur sífellt meiri vinsælda enda dæmalaust þægilegt að þurfa ekki að gera neitt annað en að skella hráefninu á grillið nú eða pönnuna.
Rækjupasta
Aðferð:
Skalotlaukurinn og chili skorið mjög smátt, sett í pott með smá olíu og steikt á lágum hita í góðan tíma. þá er hvítvíninu hellt út á og soðið niður þar til það er nánast alveg gufað upp, þá er rjómanum, sítrónu-zestinu og hvítlaukspiparnum bætt úr í og leyft að sjóða aðeins niður, í lokin er graslauknum bætt út í.
Pastað er soðið eftir leiðbeiningum, þá er því bætt út í sósuna góðu.
Rækjurnar eru steiktar á heitri pönnu með olíu og með salti, í sirka 45 sekúndur á hvorri hlið, þá er smjör sett út á pönnuna og hún tekin af hitanum.
Spínatið er sett neðst á diskinn, síðan fer pastað ofan á og síðast en ekki síst rækjurnar góðu.