Blue Berrymore-kokteill ærir bragðlaukana

Blue Berrymore ber nafn með rentu.
Blue Berrymore ber nafn með rentu. mbl.is/

Þessi kokteill er sannarlega í þeim flokki að vera ekki á færi viðvaninga. En bragðsamsetningin er slík að hann ruglar í öllum skilningarvitum og er svo ægifagur í þokkabót.

Kokteillinn kemur úr smiðju veitingastaðarins Viðvíkur á Hellissandi. 

Hlekkur

Blue Berrymore

  • 4,5 cl bourbon-viskí
  • 3  cl sykursíróp
  • 3 cl límónusafi
  • 1 msk. bláberjapúrra
  • 3 cl eggjahvíta
  • mynta til skreytinga

Aðferð:

  1. Allt sett í hristara. 
  2. Hrist án klaka í 15 sekúndur. 
  3. Bætið klaka í hristarann og hristið aftur. 
  4. Sigtið tvisvar og hellið í glas. Mælt með að hella í viskíglas með kúluklaka eða kokteilglas á fæti.
  5. Skreytt með myntunni. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert