Girnilegar hasselback-kartöflur með beikoni

Hasselback-kartöflur með beikoni og bræddum parmesan-osti.
Hasselback-kartöflur með beikoni og bræddum parmesan-osti. mbl.is/Kirsi-Marja Savola

Gott kjöt, salat og hasselback-kartafla – einfalt en klassískt og alltaf jafnvinsælt. Þær eru líka svo fallegar þegar þær skreyta diskinn. Þess má geta að til eru sérstök bretti til að skera kartöflurnar og fást meðal annars í Kokku, en þeir sem eru fimir með hnífinn ættu að ná þessu án þess að nota bretti.

Hasselback-kartöflur með beikoni (fyrir 4)

  • 8 kartöflur
  • Olía
  • Beikon
  • 50 g parmesan-ostur
  • Salt og pipar
  • Ferskt timían

Aðferð:

  1. Skrælið kartöflurnar og þurrkið.
  2. Skerið margar þunnar skífur í hverja kartöflu án þess að skera alla leið í gegn.
  3. Leggið kartöflurnar í eldfast mót og penslið með olíu.
  4. Skerið beikonið í smáa bita, rífið ostinn og hakkið timíanið fínt.
  5. Dreifið beikoni, salti, pipar og timían yfir kartöflurnar.
  6. Bakið í ofni við 225° í sirka 35 mínútur.
  7. Dreifið rifnum parmesan-ostinum yfir kartöflurnar og bakið áfram í 10-15 mínútur.  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert