Svona þrífur þú grillið

Það er alls ekki flókið né kostnaðarsamt að þrífa grillið.
Það er alls ekki flókið né kostnaðarsamt að þrífa grillið. mbl.is/

Hver elsk­ar ekki góðan grill­mat og hver elsk­ar þó aðeins minna að þurfa þrífa grillið? Að þrífa grillið þarf samt ekki að vera neitt vanda­mál því það er svo sára­ein­falt í fram­kvæmd og eng­in kemísk efni standa þar á bak við. Eina sem þú þarft í þessa „aðgerð“ er sítr­óna, salt, hníf­ur og klút­ur og oft­ar en ekki er þetta allt til á heim­il­inu.

Aðferð:

  1. Skerið sítr­ónu til helm­inga, langs­um, og saltið vel.
  2. Notið því næst sítr­ón­una eins og svamp og nuddið grind­ina á grill­inu.
  3. Takið klút og bleytið með heitu vatni og strjúkið yfir grind­ina. Notið þurr­an klút til að þurrka yfir.
  4. Til ham­ingju með hreina grillið þitt sem er til­búið fyr­ir næstu steik.
Skerið sítrónu til helminga, stráið salti yfir og notið sem …
Skerið sítr­ónu til helm­inga, stráið salti yfir og notið sem skrúbb. mbl.is/​Michelle Mockler
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert