Stór kanelsnúðakaka slær í gegn

Risa kanelsnúðakaka sem slær í gegn.
Risa kanelsnúðakaka sem slær í gegn. mbl.is/Maja Ambeck Vase

Eins og risastór smákaka en er í raun stór kanelsnúðakaka – hljómar kannski brjálæðislega en bragðast ótrúlega vel. Klárlega öðruvísi útgáfa af hinum sígildu kanelsnúðum því þessa skerðu í sneiðar eins og venjulega köku. Þetta mun án efa slá í gegn í næsta barnaafmæli eða með sunnudagskaffinu.

Stór kanelsnúðakaka (fyrir 8)

  • 75 g mjúkt smjör
  • 150 g púðursykur
  • 1 egg
  • 150 g hveiti
  • ½ tsk. lyftiduft
  • Salt á hnífsoddi

Fylling:

  • 75 g mjúkt smjör
  • 75 g púðursykur
  • 1 msk. kanill

Glassúr:

  • 100 g flórsykur
  • 1-2 msk. vatn
  • 1 tsk. þurrkuð hindber

Aðferð

Kakan:

  1. Pískið smjör og púðursykurinn þar til blandan verður létt og bætið þá egginu við.
  2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti út í og hrærið. Setjið degið á bökunarpappír og leggið annan pappír ofan á. Fletjið því næst degið út í ferkant (sirka ½ cm þykkan). Setjið í kæli í eina klukkustund.

Fylling:

  1. Pískið smjörið, púðursykurinn og kanilinn saman í skál, og smyrjið blöndunni á kökudeigið.
  2. Skerið deigið í ræmur (2-3 cm breiðar). Rúllið einni ræmunni saman í snúð og setjið í miðjuna á eldföstu formi (16-18 cm).
  3. Takið næstu ræmu og setjið utan um snúðinn í miðjunni og svo koll af kolli þar til útkoman verður einn stór snigill. Bakið við 200° í 20 mínútur og látið kólna.

Glassúr:

  1. Hrærið flórsykur og vatn saman í þykkan glassúr og setjið í sprautupoka með litlum stút. Skreytið með glassúr og þurrkuðum hindberjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert