Dekraðu við voffa með heimagerðu kexi

mbl.is/Colourbox

Rétt eins og við mannfólkið þá eiga litlu loðnu vinirnir okkar líka skilið eitthvað gott að maula. Það er svo notalegt að setja einhverja freistingu í ofninn fyrir fjölskylduna og þá getur líka komið sér vel að eiga uppskrift að góðu hundakexi. Hér er uppskrift að kexi sem er fullt af næringaríkum innihaldsefnum en það má vel skipta túnfisknum út fyrir t.d. eldaðan kjúkling.

Heimagert hundakex

  • 1 dós túnfiskur í vatni (hleypið vatninu af)
  • 2 dl hænsnakraftur (kalt)
  • 4 tsk. ólífuolía
  • 1½ tsk. salt
  • 250 g hveiti
  • 100 g heilhveiti

Aðferð:

  1. Blandið öllum hráefnum saman.
  2. Setjið hveiti á borðið og rúllið deginu út (sirka ½ cm á þykktina). Notið köku- eða piparkökumót til að skera út fyrir kexinu.
  3. Bakið við 150° á blæstri í 30 mínútur.
  4. Kælið áður en kexinu er komið fyrir í lokuðu íláti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert