Heimagerðar rjómakaramellur með lakkrís

Mjúkar rjómakaramellur með lakkrís á auðveldasta máta.
Mjúkar rjómakaramellur með lakkrís á auðveldasta máta. mbl.is/Inge Skovdal

Það er erfitt að stand­ast rjómak­ara­mell­ur og þá sér­stak­lega ef þær inni­halda lakk­rís. Auðveld­asta upp­skrift að slík­um kara­mell­um er fund­in og er hún hér. Það eina sem þú þarft að gera er að setja hrá­efn­in í skál og ör­bylgju­ofn­inn sér um rest­ina. Ekki annað hægt en að prófa.

Heimagerðar rjómakaramellur með lakkrís

Vista Prenta

Mjúk­ar rjómak­ara­mell­ur með lakk­rís (20-30 stk.)

  • 1 dl rjómi
  • ½ dl dökkt síróp
  • 2 msk. glúkósi
  • ½ dl syk­ur
  • 1 msk. lakk­rís­duft
  • 3 msk. flór­syk­ur (notað sein­ast til skrauts)

Aðferð:

  1. Blandið öllu nema flór­sykr­in­um í stóra skál sem pass­ar í ör­bylgju­ofn­inn. Bland­an get­ur flætt upp fyr­ir, svo eins stóra skál og mögu­legt er.
  2. Hitið í ör­bylgju í 5 mín­út­ur við 700 W, hrærið og bætið við öðrum 2 mín­út­um.
  3. Hellið kara­mellu­mass­an­um í fer­hyrnt form klætt bök­un­ar­papp­ír og látið kólna. Skerið kara­mell­una í minni bita og dreifið flór­sykri yfir (veltið bit­un­um upp úr flór­sykr­in­um).
  4. Kara­mell­urn­ar geym­ast best í lokuðu íláti.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert