Við elskum allt sem auðveldar lífið í hversdagsleikanum, og eldhúsinu. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa bak við eyrað.
- Settu brauðsneið á endana á köku sem búið er að skera til að hún þorni ekki.
- Notaðu pappadisk á handpískarann svo að sletturnar fari ekki út um allt.
- Piparkökumót eru frábær sem stenslar þegar þú vilt sáldra ákveðnu formi á kökuna.
- Veltið súkkulaðibitum upp úr hveiti til að koma í veg fyrir að þeir endi allir á botninum í deiginu.
- Möffinsform úr áli eru fullkomin í laginu þegar búa á til ætilegar ísskálar og þola allt.
- Til að skera fullkomna tertusneið er ráð að setja hnífinn undir heitt vatn, þurrka hann svo og skera.
- Þú getur notað kartöfluskrælara til að „krulla“ súkkulaðiræmur.
- Ef þú vilt meiri gljáa á frosting-kremið á kökunni þinni, þá er hárblásarann fullkominn í það.
- Egg við stofuhita færðu með því að skella eggjum beint úr ísskáp í heitt vatn í 3 mínútur.
- Til að koma í veg fyrir að púðursykur harðni, má setja nokkra sykurpúða í ílátið með sykrinum.
- Notið bökunarsprey á mæliskeiðar til að ekkert sitji eftir í skeiðinni þegar hellt er úr.
- Tannþráður án bragðefna er frábær til að skera ostakökur.
- Á að þeyta rjóma? Prófaðu að stinga skálinni og þeytaranum inn í ísskáp áður, þá verður rjóminn meira loftkenndur.
Kartöfluskrælari er fullkominn til að krulla súkkulaði.
mbl.is/Pinterest