Lax er sívinsæll á grillið, þéttur og góður fiskur sem bragðast einstaklega vel. Hér er eldamennskan fremur einföld en sítrónupiparinn passar sérlega vel með fiskinum. Aspasinn er svo nánast skilyrði að prófa enda er hunangs- og rommgljáinn engu líkur.
Dreyptu ólífuolíu á laxabitana og sítrónupipar ofan á, láttu hvíla meðan grillið hitnar. Grillaðu við háan hita í 3 mínútur á hvorri hlið eftir þykkt stykkjanna. Settu rósmarínsmjör ofan á og láttu bráðna ofan í laxinn meðan hann er enn heitur. Berðu fram með hunangsgljáðum hvítum aspas.
Hunangs- og rommgljáður grillaður aspas
Aðferð:
Þeyttu saman hunang, dökkt romm, cayenne-pipar, salt og pipar. Skerðu neðan af aspasinum og hentu þeim hluta. Settu aspasinn út í blönduna og þektu vel. Láttu standa nokkrar mínútur þar til þú byrjar að grilla. Settu á heitt grill og grillaðu þar til aspasinn er meyr, um það bil 5 mínútur og snúðu eftir þörfum.
Rósmarínsmjör
Aðferð:
Blandaðu saman salti, pipar, rauðum piparflögum, sítrónuberki, sítrónusafa og papriku. Þeyttu smjörið í annarri skál. Bættu hinu saman við smjörið og þeyttu. Þurrkaðu yfir bretti eða borð með rökum klút til að bleyta yfirborðið. Leggðu stóra örk af plastfilmu á borðið (rakinn eftir klútinn tryggir að hún fari hvergi). Leggðu smjörblönduna eftir neðri hluta filmunnar og vefðu varlega upp svo úr verði löng pylsa og lokaðu svo endunum. Settu smjörið í ísskáp svo það stífni. Smjörið má geyma í ísskáp og nota með fjölda rétta, fiski, kjúklingi eða kjöti, grænmeti eða jafnvel brauði.