Kasólétt í stríði við ófyrirleitna rifsberjaþjófa

Rifsberjadrottningin Tobba Marínós ásamt sinni eitursnjöllu dóttur, Regínu Birkis.
Rifsberjadrottningin Tobba Marínós ásamt sinni eitursnjöllu dóttur, Regínu Birkis. mbl.is/Facebook

Ein fyndnasta framhaldssaga síðari ára á sér stað á Facebook þessa stundina þar sem fyrrverandi ritstjóri Matarvefjarins, hin eina sanna Tobba Marínós, heyr grimmilegt stríð við ófyrirleitna þjófa sem ræna rifsberjunum hennar. 

Tobba segir farir sínar ekki sléttar og er búin að reyna ýmislegt í stríðinu:

„Eftir hatramma baráttu við spikfeita siðblinda spörfugla miðbæjarins stóð ég í mígandi rigningu á náttfötunum og klippti rauðustu berin af rifsberjarunnanum í morgun. Þá hafði ég reynt öll helstu trixin í bókinni til að losna við berjaþjófanna. Álpappírslaufurnar virkuðu í tvo daga og ég ætla ekki að kaupa net yfir runnana þar sem fuglarnir eiga það til að festa sig í þeim eða skríða undir netið. Morð er ekki á dagskrá að sinni. Jæja. Nú spyr rifsberjabaráttukonan er einhver séns á að græn óþroskuð rifsber nái að þroskast innandyra?“

Góðu ráðin hafa ekki látið á sér standa en meðal annars hefur verið stungið upp á því að Tobba fái sér kött (sem er afleit hugmynd), að hún kasti gróðurdúk yfir runnana og þar fram eftir götunum en besta ráðið er sjálfsagt frá Ólátagarði en þar á bæ segja sérfræðingarnir að besta ráðið sé að bjóða upp á lúxushafragraut á morgnana. Þá verði fuglarnir saddir og sælir og láti berin í friði. 

Matarvefurinn fylgist að sjálfsögðu spenntur með þessari æsispennandi framhaldssögu. Mun Tobba hafa sigur eða verða berin öll étin? 

Hér gefur að líta sultuna sem Tobba hyggst búa til:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka