Góðir hamborgarar geta öllu bjargað og þetta trufflu mæjó er algjör snilld. Það má nota það með nánast öllum mat en við mælum sannarlega með að þið prufið.
Uppskriftin kemur frá veitingastaðnum GOTT sem ætti að gulltryggja hana.
Geggjaður gourmet-borgari með trufflu mæjó
Fyrir tvo
Skerið sveppina í fernt og hellið smá olíu yfir og bakið í ofni við 200°C í 12 mín. Takið helmingin af sveppunum og maukið fínt. Takið hinn helminginn og grófsaxið og blandið saman, smakkið til með trufflu olíu, salti og pipar.
Trufflumæjó
Þeytið eggjarauður í hrærivél í 2 mínútur og bætið matarolíu varlega saman við þangað til fallegt mæjónes myndast. Smakkið til með salti, sítrónusafa og truffluolíu.
Steikið hamborgarana á pönnu eða grillið í ca 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið þá á gott hamborgarabrauð með salatblaði. Setjið sveppamaukið ofan á og þar næst trufflumæjónesið.
Berið fram með góðum ofnbökuðum kartöflum.