Klassískt makkarónusalat

mbl.is/101CookBook

Makkarónur eru snilldarmatur þegar þig langar í eitthvað fljótlegt og gott, og hér má auðveldlega nota heilhveitimakkarónur. Þessi réttur er tilvalinn til að gera í tíma og geyma, jafnvel til að taka með í hjólatúr eða í bröns hjá vinafólki.

Klassískt makkarónusalat

  • 500 g makkarónur
  • 1 bolli majónes (má vera meira)
  • 2 bollar sellerí, skorið
  • 3 msk. relish
  • 1 bolli vorlaukur, skorinn
  • 2 msk. sinnep
  • 1 msk. safi úr sítrónu
  • ½ tsk. sjávarsalt

Til skrauts: Ferskt dill, vorlaukur í sneiðum, radísur, ætileg blóm eða annað sem hugurinn girnist.

Aðferð:

  1. Sjóðið makkarónurnar samkvæmt leiðbeiningum, hellið vatninu af, látið renna kalt vatn á makkarónurnar. Leggið til hliðar.
  2. Blandið í stóra skál makkarónum, majónesi, sellerí, relish, vorlauk, sinnepi, sítrónusafa og salti. Blandið vel saman og smakkið til með aðeins meira sinnepi, sítrónusafa og salti. Þegar tilbúið, dreifið þá fersku dilli yfir eða öðru því sem til fellur.
mbl.is/101CookBook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert