Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalti

Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalt
Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalt Ásdís Ásgeirsdóttir

Hér kem­ur hinn full­komni eft­ir­rétt­ur fyr­ir metnaðar­gjarna í eld­hús­inu sem bjóða ekki bara upp á mús í desert - held­ur Slipps­mús eins og við kjós­um að kalla þessa enda er hún úr smiðju Gísla Auðuns Mattías­ar­son­ar mat­reiðslu­manns sem er ein­mitt maður­inn á bak við Slipp­inn í Vest­manna­eyj­um. 

Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalti

Vista Prenta

Mjólk­ursúkkulaðimús með kerfil­krapi, súr­mjólk­ur­froðu & lakk­ríssalti

Fyr­ir 4

Mjólk­ursúkkulaðimús

  • 150 g rjómi 1
  • 20 g glúkósi
  • 200 g gott mjólk­ursúkkulaði
  • 300 g rjómi 2

Aðferð:

Sjóðið sam­an rjóma 1 (150 g) og glúkósa og hellið yfir súkkulaði í skál. Bíðið þar til það er al­veg bráðnað en þá er rjóma 2 (300 g) bætt við. Setjið í kæli og geymið í alla­vega 6 tíma fyr­ir notk­un. Það þarf ekki að þeyta hann upp.

Súr­mjólk­ur­froða

  • 100 g súr­mjólk
  • 50 g mysa
  • 100 ml rjómi
  • 2 blöð mat­ar­lím
  • 20 g syk­ur

Setjið sam­an í pott, syk­ur, mat­ar­lím og mysu og bíðið í 10 mín. eða þar til mat­ar­líms­blaðið er orðið mjúkt. Bætið við rjóma og súr­mjólk og setjið í rjómasprautu með einu gas­hylki.

Kerfil­krap

  • 350 g syk­ur
  • 700 g vatn
  • 300 g kerf­ill (lakk­rís­kerf­ill)
  • safi úr 2 sítr­ón­um

Setjið allt í bland­ara, sigtið og setjið í form inn í frysti. Skrapið með gaffli þegar það er al­veg frosið.

Lakk­ríssalt mar­engs

  • 100 g eggja­hvít­ur
  • 150 g syk­ur
  • lakk­ríssalt frá Salt­verki

Þeytið eggja­hvít­ur og syk­ur vel sam­an. Setjið það örþunnt á bök­un­ar­papp­ír og stráið lakk­ríssalti vand­lega yfir. Bakið við 100°C þar til það er þurrt og stökkt.

Raðið öllu fal­lega sam­an á disk og njótið. Unaðsleg­ur eft­ir­rétt­ur!

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert