Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalti

Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalt
Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalt Ásdís Ásgeirsdóttir

Hér kemur hinn fullkomni eftirréttur fyrir metnaðargjarna í eldhúsinu sem bjóða ekki bara upp á mús í desert - heldur Slippsmús eins og við kjósum að kalla þessa enda er hún úr smiðju Gísla Auðuns Mattíasarsonar matreiðslumanns sem er einmitt maðurinn á bak við Slippinn í Vestmannaeyjum. 

Mjólkursúkkulaðimús með kerfilkrapi, súrmjólkurfroðu & lakkríssalti

Fyrir 4

Mjólkursúkkulaðimús

  • 150 g rjómi 1
  • 20 g glúkósi
  • 200 g gott mjólkursúkkulaði
  • 300 g rjómi 2

Aðferð:

Sjóðið saman rjóma 1 (150 g) og glúkósa og hellið yfir súkkulaði í skál. Bíðið þar til það er alveg bráðnað en þá er rjóma 2 (300 g) bætt við. Setjið í kæli og geymið í allavega 6 tíma fyrir notkun. Það þarf ekki að þeyta hann upp.

Súrmjólkurfroða

  • 100 g súrmjólk
  • 50 g mysa
  • 100 ml rjómi
  • 2 blöð matarlím
  • 20 g sykur

Setjið saman í pott, sykur, matarlím og mysu og bíðið í 10 mín. eða þar til matarlímsblaðið er orðið mjúkt. Bætið við rjóma og súrmjólk og setjið í rjómasprautu með einu gashylki.

Kerfilkrap

  • 350 g sykur
  • 700 g vatn
  • 300 g kerfill (lakkrískerfill)
  • safi úr 2 sítrónum

Setjið allt í blandara, sigtið og setjið í form inn í frysti. Skrapið með gaffli þegar það er alveg frosið.

Lakkríssalt marengs

  • 100 g eggjahvítur
  • 150 g sykur
  • lakkríssalt frá Saltverki

Þeytið eggjahvítur og sykur vel saman. Setjið það örþunnt á bökunarpappír og stráið lakkríssalti vandlega yfir. Bakið við 100°C þar til það er þurrt og stökkt.

Raðið öllu fallega saman á disk og njótið. Unaðslegur eftirréttur!

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert