Orkuríka ommelettan

Orkuríka ommelettan sem engan svíkur.
Orkuríka ommelettan sem engan svíkur. mbl.is/SpiseBedre

Hver elskar ekki fá hráefni og litla fyrirhöfn í annasömum hversdagsleikanum? Ommeletta er full af orku og hér í einfaldri útgáfu þar sem eldamennskan er kláruð inni í ofni. Ef þú ert ekki mikill aðdáandi geitaosts er tilvalið að skipta honum út með fetakubbi.

Orkuríka ommelettan

  • 100 g sveppir
  • 100 g ostrusveppir
  • 50 g sveppir að eigin vali
  • 1 msk. smjör til steikingar
  • Salt og pipar
  • 6 egg
  • 1 dl mjólk
  • 1 búnt púrrulaukur
  • 75 g geitaostur (eða fetakubbur)

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 175° og takið fram pönnu sem þolir að fara í ofninn (annars eldfast mót).
  2. Hreinsið sveppina og skerið gróflega. Steikið sveppina upp úr smjöri á pönnu og saltið og piprið.
  3. Pískið egg og mjólk saman og bætið við fíntsöxuðum púrrulauknum. Saltið og piprið.
  4. Hellið eggjablöndunni á pönnu og hrærið í þannig að sveppirnir skiljist að. Skerið geitaostinn í skífur og dreifið á eggjablönduna.
  5. Setjið pönnuna í ofn í sirka 20 mínútur eða þar til eggjablandan er tilbúin. Berið fram með grófu brauði og rucola.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert