Ostasamlokur geta verið misjafnar eins og þær eru margar en þessi er nokkrum stjörnum betri en venjuleg loka með skinku og osti. Sólþurrkaðir tómatar og havartí-ostur setja sinn svip á þessa ásamt parmaskinkusneiðum.
Ostasamloka undir ítölskum áhrifum (fyrir 2)
- 4 brauðsneiðar (af góðu brauði)
- 2 parmaskinkusneiðar
- ¼ þistilhjörtu í krukku, skorið niður
- 2 msk. sólþurrkaðir tómatar, skornir niður
- Havartí-ostasneiðar
- Bökunarolía
Aðferð:
- Leggið tvær brauðsneiðar á skurðarbretti. Setjið havartí-ost á þær báðar og því næst skinkuna, þistilhjörtun og sólþurrkuðu tómatana. Setjið aðra umferð af havartí-ostinum yfir og hinar brauðsneiðarnar yfir.
- Spreyið bökunarolíu á brauðsneiðarnar og komið fyrir á miðlungsheitri pönnu þar til brauðið hefur tekið lit og osturinn bráðnað – má líka vera smjör á pönnunni í stað bökunarolíu. Muna að snúa brauðinu við á pönnunni (sirka 8 mínútur í allt). Skerið til helminga og berist fram strax.