Heimalagað granola er bara svo rosalega gott, þá út á jógúrtina þína á morgnana eða bara eintómt. Frábært snakk þegar maginn kallar á eitthvað milli mála.
Girnilegt granola með þurrkuðum ávöxtum
- 400 g fimmkornablanda (t.d. frá Til hamingju)
- 75 g möndlur
- 75 g heslihnetur
- 50 g sólblómafræ
- 3 msk. hörfræ
- 4 msk. hunang
- 100 g þurrkuð trönuber
- 100 g gull rúsínur
Aðferð:
- Hitið ofninn í 150°. Dreifið fimmkornablöndunni, grófhökkuðum möndlum, hnetum, sólblómafræjum og hörfræjum á bökunarplötu. Dreifið hunangi yfir og bakið í 20 mínútur. Hrærið í blöndunni inn á milli meðan hún er í ofninum.
- Bætið strax við þurrkuðum trönuberjum og rúsínum þegar blandan kemur úr ofninum. Látið alveg kólna og geymið í lofttæmdu íláti.