Alvöru ítalskt carbonara

mbl.is/TheFoodClub

Við elskum allt sem kemur úr ítölsku eldhúsi eins og carbonara með beikoni og parmesan. Og ef maður vill gera vel við sig er tilvalið að splæsa í eitt hvítvínsglas til að fullkomna máltíðina.

Carbonara á ítalskan máta (fyrir 3-4)

  • 250 g beikon
  • 600 g gott spaghettí
  • 2 feitir hvítlaukar
  • 2 rauðlaukar
  • 50 g parmesan-ostur
  • 4 eggjarauður
  • 1,5 dl rjómi
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Steikið beikon á þurri pönnu þar til það er orðið stökkt. Leggið það á eldhúsrúllu og leyfið fitunni að leka af.
  2. Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum.
  3. Saxið hvítlauk og rauðlauk fínt og steikið í augnablik á pönnunni. Hrærið saman parmesan, eggjarauðum og rjóma og hellið út á pönnuna og bætið spaghettíinu við. Blandið vel saman og bætið beikoni út í – smakkið til með salti og pipar.
  4. Berið strax fram með góðu salati.
Carbonara er allt sem þú þarft á matseðilinn þinn í …
Carbonara er allt sem þú þarft á matseðilinn þinn í dag. mbl.is/TheFoodClub
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka