Aspas er hið fullkomna meðlæti með kjöti og fiski og hefur komið skemmtilega á óvart síðustu misseri í alls kyns útgáfum. Þá erum við að tala um ferskan aspas, ekki beint upp úr dós eins og margir tengja sig við hann frá gamalli tíð.
Grillaður aspas með parmaskinku og parmesan
- 1 búnt af grænum aspas
- 12 sneiðar parmaskinka
- 2 tsk. ólífuolía
- Fersk basilika
- 50 g nýrifinn parmesan-ostur
- Salt og pipar
Aðferð:
- Skolið aspasinn og skerið neðsta endann af.
- Vefjið einni parmaskinku utan um hvern og einn aspas og dýfið þeim aðeins í ólífuolíu.
- Leggið aspasinn á grillið í ½ mínútu á hvorri hlið, þar til skinkan er orðin gyllt og stökk.
- Setjið aspasinn á fat, dreypið smávegis af ólífuolíu yfir og dreifið basilikublöðum og nýrifnum parmesan-osti yfir.
- Kryddið með salti og pipar og berið fram strax.