Pítsa sem rústar ekki mittismálinu

Pizza með grænkáli og ricotta kemur skemmtilega á óvart.
Pizza með grænkáli og ricotta kemur skemmtilega á óvart. mbl.is/Columbus Leth

Þegar uppskriftir koma manni á óvart eru þær þess virði að prófa. Pizzur þurfa ekki alltaf að vera með tómatsósu og skinku því þær geta líka verið „hinsegin“, þá með grænkáli og girnilegum ostum. Öðruvísi getur stundum verið gott.

Heilhveitipizza með grænkáli

  • 2 pakkar af heilhveitipizzadeigi
  • Ólífuolía
  • 250 g cherry-tómatar
  • 300 g grænkál
  • 1 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar
  • Chili-flögur á hnífsoddi
  • 250 g ricotta-ostur

Ofan á:

  • 100 g parmesan
  • Börkur af sítrónu

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 200°. Leggið pizzadeigin hvort á sína bökunarplötuna.
  2. Skerið tómatana í báta. Skolið grænkálið, takið grófu endana í burtu og skerið kálið í strimla.
  3. Steikið tómatana á heitri pönnu í nokkrar mínútur og lækkið síðan niður í hitanum. Komið chili-flögum út á pönnuna ásamt, salti, pipar, sítrónuberki og grænkáli. Blandið vel saman.
  4. Smyrjið pizzabotnana með ricotta-ostinum og dreifið grænmetisblöndunni af pönnunni á pizzurnar.
  5. Bakið við 200° í sirka 15 mínútur þar til botninn er orðinn stökkur.
  6. Dreifið rifnum parmesan og sítrónuberki yfir og berið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert