Ketó-lax með spínatsmjöri og fersku steiktu rósakáli

Það er enginn annar en Gunnar Már Sigfússon sem á þessa uppskrift en hann segir að það sé vart hægt að finna ketóvænni rétt. „Hér höfum við alls kyns tegundir af fitu bæði í próteinhlutanum og meðlætinu. Ferskt rósakál er orðið heitasta „áður hataða“ grænmetið í dag og bragðast guðdómlega með ostinum, smjöri og klípu af salti,“ segir Gunnar um þennan frábæra rétt.

Ketó-lax með spínatsmjöri og fersku steiktu rósakáli

  • Uppskrift fyrir: 2
  • Eldunartími: 15 mín.

Hráefnin

  • 400 gr. ferskur lax
  • salt og svartur grófur pipar
  • 30 gr. smjör (mjúkt)
  • 1 lúka ferskt spínat
  • 300 gr. ferskt rósakál
  • smjör
  • 2 msk. ferskur parmigiano

Það sem þú þarft að hafa við hendina er steikarpanna, bretti og hnífur

Stilltu ofninn á 160° og yfirhita

Aðferð

1. Byrjaðu á að skera laxinn í tvo jafna hluta og steiktu hann á vel heitri pönnu í olíu og kryddaðu með salti og pipar eða kryddi að eigin vali. Settu laxinn í eldfast mót og inn í ofn í 10 mínútur og snúðu þér að meðlætinu.

2. Skerðu rósakálið í fjóra hluta og steiktu á vel heitri pönnu í 1 góðri matskeið af smjöri. Þegar það hefur fengið góðan lit lækkaðu þá hitann, kryddaðu með salti og leyfðu því að malla áfram á vægum hita þar til laxinn er tilbúinn.

3. Saxaðu spínatið mjög smátt og hrærðu saman við smjörið. Settu í kæli þar til allt er klárt.

4. Færðu rósakálið á diskinn og raspaðu ferskan Parmigiano yfir. Settu laxinn upp á diskinn, kryddsmjörið yfir og njóttu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert