Vissi ekki að uppskeran innihélt eitruð blóm

Uppskeran er engu að síður afar glæsileg þrátt fyrir eitruðu …
Uppskeran er engu að síður afar glæsileg þrátt fyrir eitruðu fingurbjargarblómin sem eru þarna fagurbleik. mbl.is/Tobba Marínós – Facebook

Hobbý-garðyrkjugúrúinn Tobba Marínós heldur áfram að uppskera eftir þó heldur dapurlegt sumar. Á dögunum náði hún að sjóða rifsberjahlaup í heilar þrjár krukkur eftir grimmilegt stríð við smáfugla sem svifust einskis.

En Tobba ræktaði fleira en rifsber og birti mynd af uppskerunni á samfélagsmiðlum afar stolt í bragði eins og tilefni var til. Ekki vildi þó betur til en svo að blómin á myndinni reyndust eitruð. Blómin eru ákaflega fögur og heita fingurbjargarblóm og eru alls ekki ætluð til átu.

Tobba var að vonum frekar framlág eftir þetta en er óðum að jafna sig og vill skila því til lesenda Matarvefjarins að monstra/monstera sé líka eitruð. Og þar höfum við það.

Rifsberjadrottningin Tobba Marínós ásamt sinni eitursnjöllu dóttur, Regínu Birkis, sem …
Rifsberjadrottningin Tobba Marínós ásamt sinni eitursnjöllu dóttur, Regínu Birkis, sem harðneitar að borða eitruð blóm. mbl.is/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert