Hráefnin
Hrásalatið
Sveppirnir
Það sem þú þarft að hafa við höndina er steikarpanna, bretti, hnífur, rifjárn, ostaskeri
Stilltu ofninn á 180° og yfirhita
Aðferð
1. Taktu stilkinn úr sveppunum og settu piparostinn í botninn. Settu rifna ostinn yfir hvern svepp og settu þá á bökunarpappír inn í heitan ofninn í 10 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.
2. Skerðu avókadó og tómat í sneiðar og rífðu kálið niður í grófa bita.
3. Notaðu hníf og skerðu rauðkálið mjög þunnt niður eða notaðu ostaskera til að rífa það smátt niður og notaðu rifjárn á gulræturnar. Ef þú átt matvinnsluvél er það klárlega besti kosturinn. Blandaðu dressingunni saman og bættu við grænmetið.
4. Steiktu kjötið á vel heitri pönnu í 1-2 mínútur á hvorri hlið í smá olíu og kryddaðu það.
5. Settu hamborgarann á disk og settu kál, tómata og avókadó yfir hann ásamt rauðkáls-hrásalatinu.
Berðu hann síðan fram með fylltu sveppunum.