Ljúffengar lambakótilettur með geggjuðu salati

Lambakótilettur með möndlusalati og agúrkudressingu.
Lambakótilettur með möndlusalati og agúrkudressingu. mbl.is/iForm

Íslenskt lambakjöt er oftast í topp tíu þegar fólk er spurt um uppáhaldsmatinn. Lambakjötið er einnig þannig að það má matreiða það á ótal vegu og alltaf jafnljúffengt. Hér er ein stórgóð uppskrift að lambakótilettum með möndlusalati og búlgum – toppað með tzatziki.

Ljúffengar lambakótilettur með möndlusalati (fyrir 2)

  • 80 g búlgur
  • 30 g möndluflögur
  • 1 feitur hvítlaukur
  • 1 dl mynta
  • 1 dl steinselja
  • 4 stórir tómatar
  • 300 g spínat
  • 1 sítróna
  • Salt og pipar
  • 2 tsk. ólífuolía
  • 220 g lambakótilettur
  • 4 msk. þykk jógúrt eða sýrður rjómi
  • ½ agúrka
  • 1 feitur hvítlaukur (fyrir dressinguna)

Aðferð:

  1. Sjóðið búlgur í 2 mínútur og látið þær standa í 8 mínútur. Hellið vatni frá ef eitthvað er eftir og blandið möndluflögum út í ásamt hökkuðum hvítlauk, myntu, steinselju, grófhökkuðum tómötum og spínati. Pressið sítrónusafa yfir og smakkið til með salti og pipar.
  2. Penslið kótiletturnar með olíu og saltið og piprið. Steikið í 3 mínútur á hvorri hlið.
  3. Agúrkudressing: Hrærið jógúrt/sýrðum rjóma saman við niðurskorna gúrku og pressið hvítlauk út í.
  4. Berið kjötið fram með möndlusalati og agúrkudressingu (tzatziki).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert