Fagurkerinn og eldhúsgyðjan Maria

María Gomez er mikill fagurkeri og heldur úti hinu bráðskemmtilega …
María Gomez er mikill fagurkeri og heldur úti hinu bráðskemmtilega bloggi paz.is mbl.is/Kristinn Magnússon

María Gomez held­ur úti lífstíls- og mat­ar­blogg­inu Paz.is þar sem kenn­ir ým­issa grasa. María er með smekk­legri kon­um á land­inu og tek­ur ótrú­lega fal­leg­ar mynd­ir af því sem hún er að fást við hverju sinni. Að auki er hún af­skap­lega úrræðagóð og hug­vits­söm og því virki­lega áhuga­vert að fylgj­ast með því sem hún er að gera. Við lögðum fyr­ir hana nokkr­ar spurn­ing­ar og að auki bauð hún í holl­ustu­veislu sem eng­inn verður svik­inn af.

Hvernig byrj­ar þú dag­inn?

„Við krakk­arn­ir vökn­um í ró­leg­heit­um og ger­um okk­ur klár fyr­ir dag­inn. Svo skutla ég þeim á leik­skól­ann og kem heim og fæ mér þá fyrst morg­un­mat. Smoot­hie skál eða Bull­et proof kaffi og prótein ban­anapönns­ur hafa verið í upp­á­haldi á morgn­ana hjá mér und­an­farið.“

Upp­á­halds mat­ur­inn þinn?

„Það er svo ótalmargt sem mér þykir gott, en ég held að það sé óhætt að segja að spænski mat­ur­inn sem Tita Paz (frænka Paz) eld­ar sé í allra mesta upp­á­haldi, allt frá hvít­laukskjúlla til grillaðra paprikna og enda­laust þar á milli.“

Upp­á­halds veit­inga­hús?

„Bryggj­an Brugg­hús.“

Eld­arðu mikið?

„Já, oft­ast geri ég það en það koma líka tím­ar þegar ég bara nenni því hrein­lega ekki og þá er ég með skyr og flat­kök­ur eða eitt­hvert annað létt­meti í kvöld­mat­inn. Yf­ir­leitt finnst mér gam­an að stúss­ast í eld­hús­inu og prófa nýja hluti.

Mér finnst skemmti­leg­ast að elda mat sem er mjög ein­fald­ur í fram­kvæmd en bragðast jafn­framt vel. Það þarf nefni­lega ekki alltaf að standa klukku­tím­un­um sam­an í eld­hús­inu til að töfra fram góðan mat, en ég hef oft­ast til­einkað mér upp­skrift­ir sem þarf að hafa lítið fyr­ir en bragðast samt sem áður þrusu vel.“

Stærsta eld­hús­klúðrið?

„Úff, þau eru al­veg nokk­ur en ætli það hafi ekki verið brennda jólasós­an hér um árið, sem brann svo ræki­lega við að það þurfti að henda pott­in­um.“

Hvað ertu að spá í að bjóða upp á í næsta mat­ar­boði?

„Fritada de pollo eða spænsk­ur kjúk­linga­pot­trétt­ur klikk­ar aldrei... sér­stak­lega ef hann er bor­inn fram með heima­bökuðu snittu­brauði, heima­gerðum hvítluksrjóma­osti og grilluðum paprik­um á spænsk­an máta, það slær alltaf í gegn.“

Hef­ur þú ein­hverja sér­kenni­lega mat­ar­dynti?

„Set alltaf klaka í mjólk­ina mína ef ég drekk hana með súkkulaðiköku eða út á morgun­kornið, það er bara best en kem­ur mörg­um skringi­lega fyr­ir sjón­ir. Búin að smita mann­inn minn og elstu dótt­ur­ina af því líka.“

Upp­á­halds eld­húsáhald?

„Ninja bland­ar­inn minn, sem er sá allra besti sem ég hef átt, og hef ég átt þá marga og frá mjög góðum merkj­um en þessi er bara klár­lega sá besti.“

Hvað dreym­ir þig um að eign­ast í eld­húsið?

„Le Cr­eu­set steypu­járn­spott.“




Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert